fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Sturla fær engin laun þrátt fyrir gífurlega vinnu: „Því miður felst okkar vinna ekki í því að taka myndir og pósta á samfélagsmiðla”“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. desember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sturla Snær Snorrason, afreksíþróttamaður á skíðum, segir erfitt að mæla með því að gerast atvinnuíþróttamaður á Íslandi. Hann segir í stöðufærslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli að Íslendingar hlúi ekki nægilega vel að íþróttafólki.

„Ég heiti Sturla Snær Snorrason og ég er afreksíþróttamaður á skíðum. Mestmegnið af árinu bý ég víða um Evrópu að skíða um fjöllin blá. Á ferli mínum hef ég farið á óteljandi mót og meðal annars hlotið þann heiður að fara á ólympíuleikana og heimsmeistaramót. Ég fer að meðaltali á 5-7 æfingar í viku, aðallega á skíðum og svo þol- og styrktaræfingar með því. Ég held mig við strangt matarræði og passa uppá svefninn þar sem ég vakna yfirleitt um 6:00 leitið. Ég er í þjálfaranámi hjá ÍSÍ og læri þar af leiðandi um helgar,“ segir Sturla.

Hann segist þurfa að safna svo hann geti iðkað íþróttir. „Ég tala við fjölskylduna mína daglega í gegnum facetime og fæ að vera með í afmælum, matarboðum og viðburðum í gegnum samskiptaforrit. Svona eru mánuðirnir mínir frá september til maí. Yfir sumar mánuðina vinn ég við vegmerkingar og bý í foreldrahúsum til þess að geta safnað. Ég er ekki að safna fyrir íbúð, né bíl. Yfir sumarmánuðina er ég að safna fyrir því að fá að vera afreksmaður. Ég er að safna fyrir því að geta staðið mig sem landsliðsmaður Íslands á skíðum. Ég safna fyrir því að geta farið á öll stæðstu mótin, sem eru víða. Ég safna fyrir skíðunum sem ég skíða á, íbúðinni sem ég leigi, bensíninu sem það kostar mig að keyra á milli móta og æfingabúða, matnum mínum og margt annað sem fylgir því að vera íþróttamaður,“ segir Sturla.

Hann segist varla geta mælt með þessu. „Ég veit ekki hvort þú vitir hver ég er, en það eru fullt af börnum á íslandi sem vita hver ég er. Börn sem æfa skíði og stefna auðvitað alltaf á að ná alla leið. Af því aðafreksfólk, í öllum íþróttagreinum á íslandi, eru fyrirmyndir þessarra barna. Börn sem vita að til þess að ná langt þarf að leggja inn vinnuna og agann og þau eru algjörlega tilbúin að gera það. En það er erfitt að mæla með að þessi börn fari í atvinnumennsku miðað við stöðuna í dag, og þessvegna þarf að laga, breyta og bæta stöðu afreksfólks á íslandi afþví við viljum hvetja þessa krakka áfram án þess að naga okkur í handabakið,“ segir Sturla.

Hann segir að í öðrum löndi sé hægt að skíða á launum. „Við fáum styrki frá aðildasamböndum okkar, styrki sem eru lífsnauðsynlegir og ná yfir æfingagjöld og flug. Án þeirra væri engin von.
Fyrir utan þá styrki, er úr fáum sponsum að taka og fyrir þær sakir er því miður alltof mikið af afreksfólki að yfirgefa afrekslestina. Vert er að benda á að margir af liðsfélögum mínum hafa möguleikann á því að skíða fyrir lögreglu, herinn eða þess háttar í sínu landi og fá um 2000 evrur á mánuði sem eru um 276.000 kr ísl. Það munar um minna þegar maður starfar í þágu landsins síns. Kannski ætti að skoða að taka upp svipað kerfi hér á landi,“ segir Sturla.

Hann ber þetta saman við listamannalaun: „Því að því miður felst okkar vinna ekki í því að taka myndir og pósta á samfélagsmiðla, þó svo við reynum. Ekki misskilja mig, ég virði samfélagsmiðla stjörnur og þeirra vinnu og vona að þessir aðilar taki starfi sínu alvarlega sem fyrirmyndir. Við erum með listamannalaun, atvinnuleysisbætur og í raun kerfi sem sér til þess að hinn almenni Íslendingur sé aldrei launalaus. En einhverra hluta vegna er hola í þessu kerfi og íþróttafólk margt hvert í þeirri holu, launalaust. Ég vil halda áfram að vinna að mínum markmiðum sem eru samt ekki bara mín eigin markmið heldur líka hjá allri skíðaíþróttinni á Íslandi. Þetta er raunveruleiki sem margir íslenskir atvinnu íþróttamenn og konur búa við. Ég vil reyna að ryðja leiðina fyrir komandi afreksfólk. Ég vil sjá að afreksfólk geti stundað sína vinnu en líka búið við ákveðið fjárhagslegt öryggi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum