fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Vinnumálastofnun má ekki treysta IP-tölum – Fékk bréf út af Netflix glápi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 13. desember 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vinnumálastofnun sé óheimilt að fylgjast með IP-tölum bótaþega.

Bótaþegi atvinnuleysisbóta kvartaði til Persónuverndar í kjölfar þess að fá bréf frá Vinnumálastofnun þar sem stofnunin kvaðst hafa fengið upplýsingar um að bótaþeginn hafi verið erlendis á bótatíma, án þess að upplýsa stofnunina um ferðalagið.

Vinnumálastofnun byggði á því að þegar bótaþegi hafi skráð sig inn á „mínar síður“ á vef Vinnumálastofnunar í byrjun júní 2018 hafi IP-tala verið skráð í Bretlandi.

Í ljós kom að bótaþegi notaðist við svonefnda VPN-þjónustu til að horfa á streymisveituna Netflix. Var því IP-tala hennar skráð erlendis, þó svo bótaþegi hafi allan tímann verið staddur á Íslandi.

Persónuvernd tók fram að IP-tölur teljist til persónuupplýsinga og verði vinnsla þeirra að uppfylla skilyrði persónuverndarlaga.

Í niðurstöðu Persónuverndar segir:

„Virkni VPN-tenginga og aðgengileiki þeirra dregur verulega úr áreiðanleika upplýsinga um IP-tölur einstaklinga að því leyti sem slíkar upplýsingar eru nýttar til að staðreyna staðsetningu hlutaðeigandi einstaklings. Líkt og að framan greinir hefur notkun VPN-tenginga aukist verulega að undanförnu og er þekking á þeim orðin mun meiri og útbreiddari en áður.“

Þó svo Persónuvernd hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að Vinnumálastofnun væri heimilt að skoða IP-tölur þá sé raunin í dag sú að slíkar upplýsingar séu ekki áreiðanlegar.  Þar sem starfsmaður Vinnumálastofnunar hafi ráðlagt bótaþega í máli þessu að skýra frá Netflix og VPN-notkun sinni þá gat Vinnumálastofnun ekki verið ókunnugt um óáreiðanleika IP-talna.

Vinnsla Vinnumálastofnunar á upplýsingum um IP-tölum samræmdist því ekki lögum og beindi Persónuvernd þeim fyrirmælum til stofnunarinnar að láta af notkjun upplýsinga um IP-tölur umsækjenda um atvinnuleysisbætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik