fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Íslenskar mæður vara við Böðvari: „Í dag lækaði hann óvart mynd af dóttur minni“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. desember 2019 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskar mæður vara við því að dæmdi barnaníðingurinn Böðvar Guðmundsson sé enn á ný kominn á kreik. Innan í það minnsta tveggja hópa á Facebook er fullyrt að hann sé virkur á Facebook að skoða myndir af börnum. Í sumar fjallaði DV um að hann væri að safna myndum af íslenskum börn og var það kært til lögreglu.

Í sumar var greint frá því að hann hafi sent fjölda kvenna skilaboð þar sem hann þóttist eiga barn. Það sem einkennir níð hans er að hann er með blæti fyrir bleyjum og biður iðulega um myndir af börnum í bleyjum. Í júlí birti hann mynd af fáklæddu barni, sem reyndist íslenskt, á Facebook og sagðist eiga það. Foreldrar þess barns sáu það og tilkynntu til lögreglu.

Nú er Böðvar sagður vera mættur aftur og farinn að læka myndir af börnum á Facebook. Móðir nokkur fullyrðir það í hópnum Mæðratips og skrifar:

„Vildi bara láta vita að Böðvar Guðmundsson, dæmdur barnaníðingur, er að skoða myndir af börnum á Facebook á tveimur mismunandi accounts sem þarf að blokka. Hann hefur sent mér skilaboð og beðið um mynd af barni hjá mér. Það var tilkynnt til lögregu og hann var dæmdur eftir að það gerðist. Í dag lækaði hann óvart mynd af dóttur minni sem kom upp um hann á nýjum account en samt undir sama nafni. Plís finnið hann blokkið bæði nöfnin. Veit að hann ýtti óvart á læk því tilkynning var til staðar en lækið horfið.“

Lýsing konunnar passar ágætlega við umfjöllun DV undanfarin ár. Árið 2014 var hann líkt og fyrr segir dæmdur fyrir barnaníð. Hann fékk einungis 9 mánaða fangelsisdóm. Í þeim dómi kemur fram að hann sé sérstaklega líklegur til að brjóta aftur af sér.

Þar kom fram að Böðvar sé greindur með ódæmigerða einhverfu og hafi sýnt afbrigðilega kynferðishegðun frá unga aldri, auk þess sem hann er sagður talinn í „hárri áhættu“ fyrir frekari kynferðislegri hegðun gegn börnum. Þá kemur fram að kynferðislegar hvatir hans séu áráttukenndar og tengist ungum börnum. Hann uppfylli greiningarviðmið fyrir barnagirnd og hafi greinilegt blæti fyrir bleyjum, snuðum og öðru, sem tengist ungabörnum.

DV fjallaði ítarlega um mál Böðvars árið 2015. Þá kom fram að hann setti sig í samband við mæður, líkt og hann virðist gera nú, og fór svo að ræða bleyjunotkun barnsins. Ef viðkomandi kona hélt áfram að ræða við hann þá bauðst hann til að passa barnið.

DV hefur áður fjallað um úrræðaleysi lögreglu þegar kemur að vissum tegundum netglæpa. Í samtali við DV í ágúst sagði Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá netafbrotadeild lögreglunnunar, að mikið vanti upp á til að íslensk lög geti talist fullnægjandi hvað viðkemur slíkum brotum. Eins séu núgildandi lög ekki alltaf nægilega skýr varðandi hvaða refsiákvæði nái til tiltekinna gerða tölvubrota. Í tilfellum sem þessum horfir því úrræðaleysi við lögreglunni þar sem ekki er um skýrt brot gegn refsiákvæðum laga að ræða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda