fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 21:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óveðrið í kvöld hefur víðast hvar náð hámarki og fer frá og með næstu klukkustundum að ganga niður. Það gengur hins vegar mjög hægt niður og snemma í fyrramálið verður ennþá óveður víða á norðvestur- og norðausturlandi. Þar verður til dæmis mestur vindstyrkur 24 metrar á sekúndu og meðfram einhver snjókoma klukkan sex í fyrramálið.

Skólahaldi hefur enda verið aflýst á Akureyri á morgun og víðar norðanlands.

Klukkan sex í fyrramálið verður bálhvasst í Vestmannaeyjum, 24 metrar á sekúndu. Þá verða hins vegar 16 metrar á sekúndu í Reykjavík, að hánorðan. Verulega hvasst og mikil vindkæling en ekki óveður.

Veðrið gengur síðan hægt niður og laust eftir hádegi á morgun verður vindhraðinn kominn niður í 12 metra á sekúndu í Reykjavík og 16 metra víða á Norðurlandi.

Hafa skal í huga að eftir að veðrið gengur niður kólnar mjög mikið og frosthörkur verða á landinu frá með föstudeginum. Það ríkir því sannkallað vetrarríki núna þar sem frosthörkur leysa storminn af hólmi.

Sjá nánar um veðrið á veðurvef DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins