fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sjáðu ótrúlegt myndband af ástandinu á Ströndum – Þetta er ástæðan fyrir því að þetta heitir sprengilægð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2019 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef spáin rætist þá er þetta bara rétt að byrja,“ segir Bragi Þór Valsson, íbúi á Hólmavík á Ströndum, í samtali við DV. Bragi birti myndbönd á Twitter sem sýna glögglega að veðrið hefur versnað mjög síðan í morgun.

Fyrra myndbandið hér að neðan var tekið klukkan 11:45 og sýnir það að talsverður vindur var í þorpinu. Klukkutíma síðar var skyggnið nánast ekki orðið neitt.

„Meðan maður getur þá ætla ég að stökkva út. Þetta er orðið svona tuttugu present verra núna en það var áðan,“ segir hann.

Bragi er tiltölulega nýfluttur til Hólmavíkur og segir hann að eflaust séu flestir, ef ekki allir, innandyra núna. Strax í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að fella niður skólahald og segir Bragi að bæjarbúar séu mjög samstíga nú þegar veðurofsinn nálgast.

Stormurinn sem er á vörum flestra Íslendinga í dag skellir einna verst á Ströndum og Vestfjörðum. Veðurstofan hefur gefið út rauða viðvörun á svæðinu, einum landshluta. Á vef Veðurstofu er ástandinu lýst svo:

„Spáð er norðan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 33 m/s) með mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda, allt að 10 m. ölduhæð og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum.“

[videopress EOPFzC8u]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum