fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Spáin virðist ætla að ganga eftir: Farið að hvessa fyrir norðan – Skólahald fellt niður á Akureyri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2019 13:18

Frá Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er veður í umdæminu okkar orðið slæmt og á enn eftir að versna eftir hádegi í dag, þriðjudag. Veðurspá virðist ætla að ganga eftir, með tilheyrandi hvassviðri og ofankomu. Skólahald í leik- og grunnskólum á Akureyri verður fellt niður frá kl. 13:00 í dag,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Einnig er búið að fella niður skólahald í Menntaskólanum á Akureyri og í Verkmenntaskólanum. Spáð er aftakaveðri næsta sólarhringinn. „Nú þegar er farið að hvessa og má búast við norðan stórhríð seinni partinn og fram eftir degi á morgun. Foreldrar eru beðnir um að sækja börn í skóla og frístund um hádegi.“

Þá hvetur lögregla Akureyringa til að vera ekki á ferðinni að óþörfu. „Skyggni er ekki gott og má búast við að færð spillist innanbæjar. Leitast verður við að moka helstu leiðir bæjarins eins og kostur er. Ef veðrið versnar mikið þá gæti þurft að leggja aðaláherslu á að ryðja fyrir sjúkrabíla og neyðarakstur.“

Strætisvagnar ganga enn samkvæmt áætlun, sem og ferliþjónusta en lesendur eru hvattir til að fylgjast með heimasíðu Akureyrarbæjar þar sem tilkynnt er um breytingar í þeim efnum.

„Vegna óveðurs verður heimaþjónusta Akureyrarbæjar með skertu sniðu í kvöld og á morgun. Nánari upplýsingar veitir búsetusvið í síma 460-1420.“ Á þessari stundu hefur ekki verið tekin ákvörðun um skólahald í bænum á morgun. Þá hefur komið tilkynning frá Borgarhólsskóla á Húsavík um að skólahaldi þar ljúki kl 13:00 í dag og eru foreldrar hvattir til að sækja börn sín sem fyrst.
Foreldrar barna í leik- og grunnskólum í öðrum sveitarfélögum í umdæminu eru hvattir til að fylgjast með heimasíðum skólanna og viðkomandi sveitarfélags.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum