fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Viðvörun frá lögreglunni vegna óveðursins á morgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. desember 2019 18:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarborgarsvæðinu varar íbúa á höfuðborgarsvæðinu við óveðrinu á morgun. Hún hvetur fólk sérstaklega til að huga að lausamunum en tilkynningin er eftirfarandi:

Afar slæm veðurspá er fyrir morgundaginn og því er vissara fyrir fólk að huga að lausamunum, t.d. garðhúsgögnum, trampólínum, grillum o.s.frv og tryggja að þeir fjúki ekki með tilheyrandi hættu. Sömuleiðis er ástæða til að vekja athygli þeirra sem starfa á byggingarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu að huga að stillönsum og slíku, en spáð er norðan eða norðvestan 20-28 m/s síðdegis á morgun, hvassast norðan- og vestantil frá Seltjarnarnesi og upp í Mosfellsbæ. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám í kvöld og fyrramálið, en útlitið er allt annað en gott fyrir morgundaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við