fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Pírati útilokaður frá Twitter-reikningi Bjarna Benediktssonar eftir fyrirspurn um mál Roberts Downey

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. júlí 2017 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ótrúlegt að Bjarni Ben sé ekki spurður út í hvers vegna hann veitti Robert Downey uppreist æru,“ skrifaði píratinn Snæbjörn Brynjarsson á Twitter í dag og sendi athugasemdina til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem er með virkan Twitter-reikning eins og svo margir ráðamenn um allan heim.

Snæbjörn Brynjarsson
Snæbjörn Brynjarsson

Viðbrögð Bjarna við þessari fyrirspurn voru að útiloka Snærbjörn frá Twitter-reikningi sínum þannig að hann getur nú hvorki fylgst með tístum forsætisráðherrans á Twitter né sent honum skilaboð.

Mál Roberts Downey hefur verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarið. Hann var á sínum tíma dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Fyrir skömmu veitti ríkið honum uppreist æru sem meðal annars hefur í för með sér að hann getur nú að nýju starfað við lögmennsku.

Þeir sem skrifa undir vottorð um uppreist æru eru forseti Íslands og forsætisráðherra. Guðni Jóhannesson forseti hefur þegar stigið fram og lýst yfir hryggð sinni vegna málsins en jafnframt sagt að ákvörðunin sé ekki sín, hlutverk forseta í þessum málum sé einfaldlega að veita undirskrift sína.

Snæbirni þykir undarlegt að forsætisráðherra hafi ekki rætt þetta mál við fjölmiðla en hávær krafa er nú í samfélaginu um að lögum um uppreist æru verðu breytt vegna máls Roberts Downey.

Snæbjörn Brynjarsson er virkur í starfi Pírata en hann fæst auk þess við ritstörf og hefur einnig starfað sem leiklistargagnrýnandi hjá RÚV. DV hafði samband við Snæbjörn og spurði hann hvað honum fyndist um að vera útilokaður frá Twitter-reikningi forsætisráðherra:

„Þetta hefur svo sem ekki fengið á mig tilfinningalega, ef þú skilur hvað ég meina,“ segir Snæbjörn en telur þetta háttlag forsætisráðherra ekki vera til fyrirmyndar:

„En þetta vekur upp spurningar um hvort það megi meina manni aðgang að twitter reikningi sem þjóðhöfðingi. Mér finnst þetta rosalega lélegt og ósæmandi. Bara svipað og þegar hann talar ekki við blaðamenn, þetta er verra ef eitthvað er,” segir Snæbjörn. Hann segist gjarnan vilja vita hvernig forsætisráðherra hafi liðið með að kvitta upp á uppreist æru Roberts Downey, komið hafi fram að forsetanum hafi liðið illa með það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar