fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Skorað á Ölgerðina að stytta vinnuviku allra starfsmanna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2019 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling – stéttarfélag hefur sent forstjóra Ölgerðarinnar áskorun um að stytta vinnuviku þeirra sem starfa hjá fyrirtækinu undir kjarasamningi Eflingar. Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér kemur fram að ekkert banni fyrirtækinu að framkvæma slíka styttingu fyrir starfsmenn fyrirtækisins jafnvel þótt þeir starfi ekki undir kjarasamningi VR.

„Efling bendir á að í núgildandi kjarasamningi félagsins við SA eru sérstakar heimildir til að framkvæma vinnutímastyttingu. Þær heimildir voru settar inn í kjarasamning með stuðningi SA og eru hugsaðar til að auðvelda framkvæmd vinnutímastyttingar og hvetja til hennar. Að mati Eflingar blasir við að nýta þessar heimildir til að leysa þá stöðu sem upp er komin hjá Ölgerðinni,“ segir í tilkynningunni.

Í áskoruninni er bent á að Ölgerðin hafi um árabil leyft hópi starfsmanna sem vinna Eflingarstörf að vera skráðir í VR og sýnt tómlæti gagnvart því að leiðrétta stéttarfélagsaðild þeirra. Efling gagnrýnir „tækifærissinnaða“ tímasetningu á flutningi félagsaðildar, sem kemur í veg fyrir kjarabætur sem starfsmenn hefðu ella fengið.

„Við bendum Ölgerðinni á einfalda lausn á vandamálinu sem er að gera vinnustaðasamning fyrir Eflingarfólk um sömu styttingu vinnuvikunnar og VR félagar eru að fá. Það er gert sérstaklega ráð fyrir samstarfi á einstökum vinnustöðum um slíkar styttingar í kjarasamningi Eflingar við SA. Þetta einfaldlega blasir við, og Efling er til í viðræður og samstarf um þessa lausn. Við skorum á Ölgerðina að þiggja boð okkar um samstarf við að leysa þetta mál,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann