fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. desember 2019 19:00

Airbus A319 frá SAS. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skandinavíska flugfélagið SAS íhugar nú að stofna nýtt flugfélag. Ástæðan er að félagið er að skipta vélum frá Boeing út fyrir nýrri og stærri Airbus vélar. Af þessum sökum þarf félagið á 20-30 meðalstórum flugvélum, með sæti fyrir 120 til 150 farþega, að halda til að mæta þörfum viðskiptavina sinna.

SAS hefur opnað á möguleikann að kaupa flugvélar af þeirri stærð fyrir marga milljarða ef hægt er að ná góðum kjarasamningum við flugmenn og flugliða. Ef það gengur upp verða vélarnar reknar af sjálfstæðu flugfélagi í eigu SAS. Annar möguleiki sem er uppi á borðinu er að láta verktaka sjá um þetta flug eins og er nú þegar gert með litlar vélar sem fljúga stuttar vegalengdir.

Rickard Gustafson, forstjóri SAS, segir að þetta verði að vera komið á hreint fyrir 2023, ef ekki takist að leysa úr þessu muni leiðakerfi SAS dragast saman.

SAS fær 20 Airbus A321 Neo vélar á næsta ári en þær eru með 180 sæti hver. Þær koma í stað minni véla sem verða teknar úr notkun. Sama þróun verður síðan árin á eftir. Vandinn sem SAS stendur frammi fyrir er að félagið er með margar flugleiðir í Skandinavíu og Norður-Evrópu sem þessar nýju vélar eru of stórar fyrir miðað við eftirspurn. Það er dýrt að reka of stórar flugvélar og því liggur á að finna lausn á þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest