fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ummælin dæmd dauð og ómerk: „Þetta er auðvitað afar sorglegt mál“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 3. desember 2019 12:55

Límt yfir merkingar á fatnaði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvenn ummæli sérfræðings ASÍ, Maríu Lóu Friðjónsdóttur, um starfsmannaleiguna Menn í vinnu ehf. dauð og ómerk.

Menn í vinnu ehf. stefndu Maríu Lóu vegna ummæla sem hún lét falla við fréttastofu stöðvar 2 og DV í febrúar á þessu ári.

Umrædd ummæli voru eftirfarandi:

„Að mínu mati er þetta nauðungarvinna og þrælahald. Þetta er mjög slæm aðstaða og ég er búin að sjá bankareikninga hjá þeim þar sem fyrirtækið leggur inn og tekur jafn harðan út aftur. Mennirnir komast ekki neitt og þeir eru ekki á launum“

„Menn í vinnu legðu inn á þá til dæmis 100.000 en síðan færi 90.000 út aftur. Ég sá þessar færslur og spurði hvernig þetta væri hægt en þá vissu þeir það ekki almennilega, en að Halla Rut sem á fyrirtækið vildi alltaf fá að sjá og vita PIN númer þeirra svo það virðist vera sem Menn í Vinnu ehf. hafi aðgang að heimabönkum mannanna.“

Menn í vinnu ehf. töldu ummælin fela í sér alvarlegar ásakanir um refsiverða og siðferðislega ámælisverða háttsemi. Nauðungarvinna sé ólögleg og ummæli um úttektir af bankareikningum feli í sér ásökun um þjófnað.

Dómari féllst á mál starfsmannaleigunnar að hluta. Ummæli um nauðungar- og þrælavinnu væru gildisdómur en ekki fullyrðing um staðreyndir eða aðdróttun, því var María sýknuð af þeim hluta kæru. Hins vegar fælist ásökun um refsiverða háttsemi í ummælum um að starfsmannaleigan hefði ekki greitt laun, eða að laun væru tekin jafn harðan út af reikningum starfsmanna. Slíkum ásökunum ætti fyrirtæki ekki að þurfa að sæta án þess að staðreyndir byggju þar að baki.

María Lóa gat ekki fært sönnur á þessi ummæli eða sýnt fram á að hún hefði haft ástæðu til að trúa þeim. María Lóa vísaði í vörnum sínum til þess að ummælin fælu í sér endursögn á því sem starfsmenn leigunnar hefðu sagt henni og auk þess yrði að líta til þess að ummælin voru látin falla í aðdraganda kjaraviðræðna, umræðan hafi ekki verið að hennar frumkvæði og auk þess yrði að meta þau í samhengi við starf hennar fyrir ASÍ og þess hlutverks sem ASÍ sinnir í samfélaginu.

Dómari féllst ekki á þetta .„Getur stefnda ekki skotið sér undan ábyrgð á orðunum sínu með því að breiða út rangar sögur án þess að kanna réttmæti þeirra“

Var Maríu Lóu gert að greiða þrotabúi Manna í vinnu 75 þúsund krónur í bætur en auk þess skal hún greiða 1,3 milljónir í málskostnað.

Í samtali við DV segir lögmaður Manna í vinnu ehf., Jóhannes S. Ólafsson að dómurinn feli í sér viðurkenningu á því ranglæti sem Menn í vinnu hafa orðið fyrir. Dómari hafi verið harðorður í niðurstöðu sinni og dæmdur málskostnaður endurspegli það ranglæti sem starfsmannaleigan hafi verið beitt.

„Þetta er mikill sigur fyrir umbjóðendur mína og gríðarleg viðurkenning á því hörmulega ranglæti sem þetta fyrirtæki og fyrirsvarsmenn þess urðu fyrir. Aðförin að Mönnum í vinnu ehf. varð til þess að fyrirtækið fór í gjaldþrot og tugir manna misstu vinnuna.
Það er ljóst að dómarinn tekur sterkt til orða í forsendum sínum og talar m.a. um það að hin ómerktu ummæli séu alvarlegs eðlis. Þá tekur dómarinn efnislega afstöðu til ýmissa þeirra ásakana sem bornar voru á hendur fyrirtækinu og telur þær einfaldlega rangar og ósannar. Það sést svo í dómsorði að stefndu er refsað með mjög háum málskostnaði, mun hærri en við höfum verið að sjá í svona málum, og það held ég að stafi af því hversu alvarlega var vegið að fyrirtækinu.
Jóhannes segir enn fremur að til hafi staðið að höfða fleiri mál, en þar sem Menn í vinnu ehf. er farið í þrot þá reyndist það ómögulegt.
„Þetta er auðvitað afar sorglegt mál og það stóð til að fara í mun fleiri dómsmál, þ.á.m. gegn öðrum verkalýðsleiðtogum og fleiri aðilum, sem höfðu einnig borið fram mjög alvarlegar ásakanir gegn fyrirtækinu. Það náðist því miður ekki þar sem að aðförin eyðilagði fyrirtækið sem hafði því ekki fjárhagslegt bolmagn í fleiri mál en þetta. Gjaldþrotið kemur nú í veg fyrir frekari málshöfðanir af þessu tagi en þetta er þó að mínu mati staðfesting á því að þessar alvarlegu ásakanir stóðust einfaldlega ekki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum