fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Veitingastaður í Kópavogi verður fyrir endurteknum skemmdarverkum – Allar rúður brotnar – „Þeir notuðu einhvers konar járnkylfur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. nóvember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ARA – Restaurant & Bar heitir vinalegur veitingastaður að Búðakór 1 í Kópavogi. Hann er þekktastur sem pizzustaður en er einnig sportbar og grillstaður. ARA er vinsæll af íbúum hverfisins og því var þeim illilega brugðið við aðkomuna á þriðjudag en nóttina á undan brutu einhverjar aðilar allar rúður á staðnum. Fyrir rúmum mánuði var kastað tveimur stórum steinum inn um rúðu á staðnum en  það voru mun minni skemmdir.

„Auðvitað hugsar maður með sér að þessi tvö skipti gætu verið tengd en við erum ekki að velta okkur mikið upp úr því þar sem við höfum stuðning íbúa hverfisins,“ segir Rina Alma, dóttir eigandans Gani Zogaj, í viðtali við DV. Fjölskyldan er frá Kosovo og sú spurning vaknar hvort útlendingaandúð geti legið að baki skemmdarverkunum.

„Það er til alls konar fólk og það er ómögulegt að geta sér til um hvað er að gerast í kollinum á þeim sem gera svona,“ segir Rina.

Fjölskyldan lét skemmdarverkin ekki á sig fá, kom öllu í samt lag og staðurinn var opnaður á þriðjudaginn. Síðan hefur verið mjög mikið að gera og virðist sem nágrannar vilji sýna stuðning sinn í verki. Rina náði mynd af aðkomunni eftir skemmdarverkin og er hún hér með fréttinni.

Þær upplýsingar liggja fyrir að gerendurnir eru menn á þrítugsaldri og leitar lögreglan þeirra. „Þeir notuðu einhvers konar járnkylfur,“ segir Rina og ljóst er að mikil heift eða áköf skemmdarfýsn hefur legið að baki ódæðinu.

„Það sem skiptir okkur mestu máli er að reka þægilegan stað fyrir okkar yndislegu viðskiptavini,“  segir Rina og ljóst er að engin breyting verður á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur