fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Edgar er látinn: „Hann var mér ætíð stoð og stytta í lífinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. nóvember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edgar Guðmundsson verkfræðingur lést í gær á líknardeild Landspítalans. Edgar var 79 ára gamall en hann var fæddur 16. október árið 1940.

Edgar var merkur verkfræðingur og vann meðal annars að framþróun í timburframleiðslu og annari nýsköpun í byggingariðnaði. Meðal þess sem Edgar þróaði var svonefnt mátskerfi, sem hann þróaði í samvinnu við arkitektinn Ólaf Jóhann Ásmundsson. Í mátskerfinu gengur fjöður inn í nót á plötuköntum. Plötunum er síðan raðað saman. (Sjá Greinasafn Morgunblaðsins)

Edgar rannsakaði einnig orkumál mikið og var ráðgjafi stjórnar Hitaveitu Akraness.

Meðal fjölmargra annarra þróunarverkefna sem Edgar sinnti var hönnun og framleiðsla einingarhúsa sem komu á markaðinn á áttunda áratugnum.

Eftirlifandi eiginkona Edgars er Hanna Eiríksdóttir. Sonur Edgars, Guðmundur Edgarsson, skrifaði eftirfarandi minningarorð um Edgar á Facebook-síðu sína og veitti DV-góðfúslega leyfi til birtingar þeirra:

Faðir minn, Edgar Guðmundsson verkfræðingur, lést í gær á líknardeild Landsspítalans, 79 ára að aldri, eftir nokkurra ára baráttu við lifrakrabbamein.

Hann var mér ætíð stoð og stytta í lífinu, blíður og skilningsríkur faðir sem ávallt var hægt að leita til, hvað sem á gekk. Ég minnist ekki eins atviks úr lífi okkar þar sem skuggi féll á gagnkvæmt traust okkar á milli eða ástríkrar vináttu. Ég mun sakna hans, ætíð þakklátur fyrir allt sem hann hefur gefið mér.

 

DV sendir öllum aðstandendum og vinum Edgars Guðmundssonar innilegar samúðarkveðjur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Isak sló vafasamt met
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum