fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Bæjaryfirvöld vilja nýtt nafn – skiljanlega kannski

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 29. nóvember 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjaryfirvöld í litlum sjö þúsund manna bæ í Quebec í Kanada ætla að skipta um nafn á bænum. Ástæðan er kannski skiljanleg enda dregur bærinn nafn sitt af stærstu asbestnámu heims sem er í nágranni við bæinn.

Um sjö þúsund manns búa í bænum sem heitir einfaldlega Asbestos. Á sínum tíma voru bæjaryfirvöld stolt af auðlindinni við bæinn en í seinni tíð hefur nafnið orðið þyrnir í augum bæjarbúa og það af skiljanlegri ástæðu. Asbest var vinsælt einangrunarefni í húsum á sínum tíma en nú er það bannað víðast hvar í heiminum.

Asbest samanstendur af fíngerðum kristölum sem geta valdið miklu tjóni við innöndun. Skaðinn kemur oft ekki fram fyrr en eftir langan tíma, 20-40 ár, og þá sem steinlunga, lungnakrabbamein eða fleiðrukrabbamein eins og fjallað er um á Vísindavefnum.

Bæjaryfirvöld segja að á undanförnum árum hafi reynst ómögulegt að fá einstaklinga til að stunda fjárfestingar á svæðinu. Hugues Grimard, bæjarstjóri Asbestos, bendir á í samtali við BBC að námunni hafi verið lokað árið 2012 og síðan þá hafi yfirvöld leitað leiða til að fá fyrirtæki á svæðið. Það hafi reynst þrautin þyngri því fyrirtækjum sé hreinlega illa við nafnið, Asbestos.

Tilkynnt verður um nýtt nafn á nýju ári en þangað til eru íbúar hvattir til að koma með hugmyndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd