fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025

Fyrrverandi hjákona fer yfir tíu merki um að makinn sé að halda framhjá þér

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 29. nóvember 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Clare Oke-Smith er fyrrverandi hjákona og fer yfir tíu vísbendingar sem geta sagt til um hvort makinn þinn er að halda framhjá þér. Fabulous Digital greinir frá.

Ástæðan fyrir því að hún vill að fólk viti nákvæmlega eftir hverju það ætti að leita er því hún skammast sín svo mikið fyrir að hafa sært eiginkonu mannsins sem hún svaf hjá.

„Mér hefði aldrei dottið í hug að ég yrði hjákona, ég hata hugmyndina að stela eiginmanni frá konu. Ég var plötuð í samband með giftum karlmanni,“ segir hún.

Hér eru tíu merki um að hann sé að halda framhjá:

1. Vakir fram eftir

Ef makinn þinn er vakandi fram eftir, löngu eftir að þú ert farin upp í rúm, þá er það vísbending um framhjáhald að sögn Clare. Það er auðvelt að tala á FaceTime og Skype á meðan fjölskyldan sefur.

2. Skrýtin eyðsla

Ef makinn þinn fékk sér nýtt kreditkort án þess að segja þér það, þá er það stórt viðvörunarmerki.

Þú skalt fylgjast með því þegar reikningurinn kemur. Svo er það líka merki ef hann er að eyða miklum pening í eitthvað sem þú veist ekki af, eða tekur stóra upphæð úr hraðbanka.

3. Nýr smekkur

Ef hann skiptir skyndilega um smekk, byrjar að hlusta á nýja tónlist og tala um hljómsveit sem hann hefur aldrei minnst á áður, vertu vakandi. Hann gæti hafa kynnst þessu í gegnum einhvern sem hann vill ganga í augun á.

4. Varkár með tækni

Ef hann felur símann eða tölvuna frá þér, eða læsir tækjunum með nýju lykilorði, þá er það viðvörunarmerki.

5. Kaldhæðni

Eftir að hafa heyrt nokkur símtöl þar sem ein manneskjan er að ljúga, þá hefur sú manneskja mjög lítinn tíma til að semja lýgi. Kaldhæðni er ein leið til að komast í gegnum útskýringar.

6. Eyðir meiri tíma með kvenkyns samstarfsfélaga

Að eyða meiri tíma en venjulega með konu úr vinnunni, tala við hana á netinu eða skipuleggja vinnuferðir þar sem hún er alltaf með, er viðvörunarmerki.

Svona skipulagði fyrrum ástmaður minn mörg stefnumót okkar.

7. Ný hegðun

Að nota nýja frasa, eitthvað slangur eða breyta hegðun er stór vísbending.

Ef hann er að eyða tíma með yngri konu þá getur verið að hann læri eitthvað án þess að taka eftir því, eitthvað tískuslangur sem hann hefur aldrei notað áður.

8. Verður skrautfugl

Ef hann fer að pæla meira í útliti sínu, kaupa ný föt, fara í megrun eða mæta mikið oftar í ræktina, þá er það klassískt merki um framhjáhald.

9. Kynlífið er að missa töfrana

Flestum karlmönnum finnst erfitt að sofa hjá tveimur konum á sama tíma. Það tekur mikla orku og mikið skipulag þannig oftast kemur högg á kynlífið með makanum.

10. Tilfinningaleg fjarlægð

Ef hann er að halda framhjá er hann líklegur til að fjarlægast þig einnig tilfinningalega. Hættir að segja þér hvað hann er að fara að gera og verður skrýtinn þegar kemur að því að fara eitthvert út eða skipuleggja frí saman.

Hvað segja lesendur, er Clare með puttann á púlsinum eða eru einhver önnur merki sem fólk ætti að taka eftir?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nova flytur á Broadway
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Þjálfarinn Valentína: Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum þá eru líklegast þessir þrír hlutir að klikka hjá þér

Þjálfarinn Valentína: Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum þá eru líklegast þessir þrír hlutir að klikka hjá þér
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.