Liverpool undirbýr það að stækka völl sinn en nú á að ráðast í framkvæmdir á Anfield Road stúkunni, og stækka hana um 7 þúsund sæti.
Þannig myndi Anfield Road, stúkan á endanum taka 16 þúsund í sæti og Anfield völlurinn tæki þá í heildina 61 þúsund í sæti.
5 þúsund af þessum sætum væru almenn sæti en 2 þúsund af þeim yrðu VIP miðar sem væru fyrir þá efnameiri.
Félagið hefði áhuga á að selja nafnið á stúkunni til að fjármagna stækkunina sem kostar í kringum 60 milljónir punda.
Ef í þessar framkvæmdir verður farið, verður The Kop stúkan sem er hvað frægust sú minnsta á vellinum.
Myndir af hugmyndum Liverpool eru hér að neðan,