Stjórnarmenn Arsenal eru mættir á fund þar sem framtíð Unai Emery, stjóra liðsins verður rædd. Arsenal hefur spilað illa síðustu vikur. Gengi liðsins síðustu vikur er það versta frá 1992.
Arsenal hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum en liðið tapaði gegn Frankfurt í Evrópudeildinni í gær.
Liðið heimsækir Norwich á sunnudag í leik sem liðið ætti á eðlilegum degi að vinna, með Emery í starfi er hætta á að þetta slæma gengi haldi áfram.
Ensk blöð segja að Freddie Ljungberg sé klár í að stýra liðinu á sunnudag á meðan Arsenal leitar að eftirmanni Emery, verði hann rekinn í dag. The Athletic segir að Emery verði líklega rekinn í dag og Ljungberg stýri liðinu um helgina.
Emery er á sínu öðru tímabili með Arsenal en stærstur hluti stuðningsmanna félagsins hefur fengið nóg og vill sjá hann fara.