fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Íslendingar velja útlensk jól – 130 prósenta hækkun á 13 árum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. nóvember 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um rúmlega 34% yfir jólatímann á árinu 2018 frá árinu 2017, en þá er miðað við tímabilið frá 17. til 27. desember. Þetta kemur fram í yfirliti sem barst DV frá Isavia yfir ferðalög Íslendinga yfir umræddan hátíðartíma frá árunum 2005 til 2018. Af því má ráða að tæplega fjórtán þúsund Íslendingar flugu til útlanda á síðasta ári yfir hátíðarnar og var það mesta aukning sem sést hefur í hálfan annan áratug.

2005 6,036
2006 6,863 14%
2007 8,098 18%
2008 4,630 -43%
2009 3,801 -18%
2010 4,667 23%
2011 4,950 6%
2012 5,510 11%
2013 6,329 15%
2014 7,129 13%
2015 8,802 23%
2016 9,574 9%
2017 10,285 7%
2018 13,756 34%

Utanlandsferðir drógust saman um tæplega helming á milli áranna 2007 og 2008. Lágmarkinu var náð ári síðar, árið 2009. Má geta þess að ástæður fyrir þessum mikla samdrætti má finna í mikilli veikingu krónunnar sem dró töluvert úr kaupmætti Íslendinga erlendis. Einnig dró mjög úr vinnutengdum utanlandsferðum hjá atvinnulífinu og bættust síðan við nafnlaunalækkanir, aukin verðbólga og hærri skuldsetning sem dró mjög úr svigrúmi íslenskra heimila til utanlandsferða.

Heimsferðir
Útlandajól Fleiri velja ströndina fram yfir snjóinn.

Fjöldi ferða fór þá heilt yfir hækkandi strax árið 2010. Síðan þá hefur flugferðum Íslendinga til útlanda um jólin fjölgað jafnt og þétt og í fyrra varð mikið stökk í þessum ferðum eins og áður segir. Af þessum tölum má ráða að Íslendingum hugnast í meira mæli að eyða jólunum utan landsteinanna. Árið 2005 voru rétt rúmlega sex þúsund manns sem flugu út á tímabilinu 17. til 27. desember, en í fyrra var sú tala komin upp í tæplega fjórtán þúsund. Er þetta tæplega 130% hækkun yfir þrettán ára tímabil.

Miðað við fjölda bókana er útlit fyrir að tölurnar fyrir 2019 sýni fram á fækkun frá árinu í fyrra, en þær tölur skýrast betur við upphaf árs 2020, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Þessa fækkun má hugsanlega rekja til samdráttar í samfélaginu, meira atvinnuleysis og brotthvarfs WOW air. Hugsanlega gætu einnig umhverfissjónarmið spilað inn í. Allt útlit er fyrir að nýja flugfélagið Play skapi sér stöðu á markaði á næsta ári og því verður áhugavert að sjá breytingar á ferðavenjum Íslendinga árið 2020.

Stingum af Útlit er fyrir fækkun á flugferðum um jól á þessu ári.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Isak sló vafasamt met
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum