fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Bróðir Friðriks fagnar umfjöllun um Guðmund Spartakus: „Ég veit hvað ég geri þegar ég sé fólk í sárum, ég get ekki horft upp á slíkt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál sem tengist hvarfi Friðriks Kristjánssonar í Paragvæ árið 2013 er nú fyrir Hæstarétti. Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason hefur áfrýjað meiðyrðamáli Guðmundar Spartarkusar en Atli Már hafði ýjað að því í fréttum á Stundinni að Guðmundur væri viðriðinn hvarf Friðriks. Guðmundur stefndi Atla Má vegna skrifanna og var Atli Már sýknaður í héraði. Guðmundur áfrýjaði málinu til Landsréttar og þar var Atli Már fundinn sekur og dæmdur til að greiða Guðmundi 1,2 milljónir í miskabætur. Atli Már áfrýjaði til Hæstaréttar og aðalmeðferð málsins var þar í dag. Vænta má niðurstöðu innan tíu daga.

Bróðir hins horfna, Kristján Einar Kristjánsson, hefur nú stigið fram og tjáð sig um málið. Segir hann að fjölskylda Friðriks hafi árangurslaust leitað svara við knýjandi spurningum um hvarf hans hjá Guðmundi Spartakusi. Kristján er jafnframt þakklátur fjölmiðlum fyrir umfjöllun þeirra um málið. Færsla Krisjáns um málið er eftirfarandi:

Ég ákvað eftir að hafa setið, og hlustað á í 4 skipti þessu máli hringlað í réttarsal, þar sem lítið var gert úr fjölskyldu okkar og talað um að við hefðum í raun aðstoðað blaðamenn í þeim tilgangi að selja blöð (já, ég er ekki að grínast), að smá bútur af okkar hlið yrði að koma fram.

Það er óhugsandi, að fyrstu samskipti aðila sem er grunaður um að tengjast hvarfi bróður míns hafi komið í formi stefnubréfs til fjölmiðla, þegar fjölskyldumeðlimir og lögregla höfðu ítrekað reynt að hafa samband við viðkomandi aðila til þess eins og að spurja spurninga, spurninga sem hefðu getað varpað bæði ljósi á sakleysi hans ef svo er og þá aðstoðað fjölskyldu í sárum í leit að Frikka okkar.

3 árum síðar kemur fyrsta stefnubréfið, fyrsta lífsmarkið, og það frá Vilhjálmi H. lögfræðingi, okkar spurningum sem við beindum til GS hefur ekki enn verið svarað, ég veit allavega hvað ég myndi gera ef ég væri saklaus og fengi slíkt borið á mig, ég veit hvað ég geri þegar ég sé fólk í sárum, ég get ekki horft upp á slíkt.

Tæknilega séð, er það fjölmiðlum, íslenskum og Paragvæskum og því fólki sem þar starfar að þakka að það kom eitthvað svar, einhvertíman, en þrátt fyrir að í Landsrétti vilji viðkomandi ekki kannast við eitt né neitt, þá verður að segjast að þögnin í allan þennan tíma talar ansi hátt.

Áfam fjölmiðlar, takk

Þess skal getið að Atli Már Gylfason hefur nú hafið störf sem blaðamaður á DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meira um smyglferð íslensks föður til Hollands – Tók gífurlega áhættu með soninn með sér

Meira um smyglferð íslensks föður til Hollands – Tók gífurlega áhættu með soninn með sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“