Þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson tilkynnti fyrr í dag að hann hafi sagt sig úr þingflokki VG og hyggist starfa sem óháður þingmaður út kjörtímabilið. Viðbrögð Íslendinga á samfélagsmiðlum eru ekki lágstemmd, frekar en fyrri daginn. Sumir hrósa honum meðan aðrir spá dauða Vinstri grænna og þar með stjórninni.
Nokkrir hafa skrifað skilaboð á Facebook-síðu Andrésar og hrósa flestir honum þar. „Þú ert maður að meiru fyrir þessa ákvörðun. Stundum eru beinskeitt skilaboð það eina sem fólk skilur. Þjóðin á góðan þingmann í þér,“ segir Alexandra Briem Pírati. Vilhjálmur Þorsteinsson, áhrifamaður í Samfylkingunni, hrósar honum og skrifar: „Vel gert Andrés Ingi. (Andrés er einn af þeim stjórnmálamönnum sem ég myndi kjósa í persónukjöri, ef það byðist þvert á flokka. Vonandi tekst mér að kjósa hann einhvern veginn í næstu kosningum“
Elska þetta 👏 https://t.co/hSzRIr40sI
— Tinna, öfgafemínisti (@tinnaharalds) November 27, 2019
Drop that zero (Ágúst Ólafur) and get with the hero @Samfylkingin
Andrés Ingi segir sig úr þingflokki Vinstri grænna https://t.co/m1f11QyoEO
— Steingrímur (@Arason_) November 27, 2019
steinunn þóra í silfrinu til dæmis var algjörlega pathetic meðvirk. painful að horfa á hana https://t.co/hMAn8hMuhR
— KARL 理🧘🏼♂️🦉 (@karlhoelafur) November 27, 2019
Þetta er stór skellur fyrir VG. Þegar hugsjónafólk yfirgefur svona flokk út af hugmyndafræðilegum ágreiningi eru það lokaskilaboðin til þeirra sem kusu flokkinn út af þeirri hugmyndafræði að þetta sé ekki lengur sá flokkur. Ekki í þessu samstarfi.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 27, 2019
Að því sögðu óska ég Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, verðandi forsætisráðherra, til hamingju með góða niðurstöðu.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 27, 2019
Vona að fleiri úr nú þögulli framvarðasveit VG twitter (sum hver hafa verið á þingi nýlega) geri slíkt hið sama. Ég hef miklar mætur á þeim öllum en ég trúi ekki í eina sekúndu að þau eigi heima í VG. VG á þau ekki skilið.
— Spýtukubbur (@svartbakinsky) November 27, 2019
RIP VG
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) November 27, 2019
Samt ákveðin svik við baklandið hans… https://t.co/M0DmXi8EN3
… á Twitter, að segja okkur ekki frá þessu fyrst hér 😉 @andresingi
— Andres Jonsson (@andresjons) November 27, 2019
Það versta við íslenska pólítík eru flokkarnir.
Ég hef alltaf hlustað eftir því sem @andresingi hefur að segja og hann er einn af þeim þingmönnum sem ég ber mikla virðingu fyrir.
Hafðu þökk fyrir þetta Andrés. Það mættu fleiri þingmenn fara að þínu fordæmi.
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) November 27, 2019
(þótt öllum sé frjálst að gera hvað sem er mun rökhyggjuflokkurinn hins vegar óhjákvæmilega hallast að skynsamlegri hegelískri-marxískri blöndu, vegna þess að hún er rökréttasta niðurstaðan, og sú frjálsasta)
— KARL 理🧘🏼♂️🦉 (@karlhoelafur) November 27, 2019
Afleit ákvörðun að segja sig úr þingflokknum svona rétt fyrir jól, það verður væntanlega ekki hjá „Andrés stóð þar utangátta“ komist.
— Stefán Óli Jónsson (@St_Oli) November 27, 2019