fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Ólafur: „Engin ástæða til að örvænta“ – Erfiðara að selja en áður

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlit er fyrir að fasteignamarkaðurinn glæðist að nýju á næsta ári og horfur eru á að markaðurinn taki við sér með haustinu. Þetta sagði Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur Íbúðalánasjóðs, í erindi sínu á Húsnæðisþingi Félagsmálaráðuneytisins og Íbúðalánasjóðs sem haldið er á Hilton hóteli í dag.

Í erindi sínu fór Ólafur yfir stöðuna á fasteignamarkaðnum og benti á að þar væru ýmis atriði sem bentu til þess að nokkuð hefði hægt á. Mikil eftirspurn hefði verið eftir húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum. Þannig hefði fasteignaverð á árunum 2016-18 hækkað langt umfram kaupmáttaraukningu.

Airbnb-eignir á sölu

Ólafur sagði að nú væri staðan þannig að erfiðara væri að selja. Þannig sýndu tölur að íbúðir væru of dýrar til þess að efnaminna fólk réði við að kaupa og þá seldust eignir í áberandi meiri mæli undir ásettu verði. Þá hefði tekið lengri tíma að selja en oft áður.

Hins vegar væru fjölmargar eignir að koma inn á markaðinn. Talning Samtaka iðnaðarins sýni að von væri á 7500 íbúðum í nýbyggingum á næstu þremur árum. Þá væri vaxandi tilhneiging að íbúðir sem áður hafi verið í útleigu hjá Airbnb leituðu á fasteignamarkaðinn og í langtímaleigu.

Um horfurnar benti Ólafur Sindri á að fólksfjölgun yrði yfir langtímameðaltali á næsta ári, og að þjóðin væri að eldast. Einnig benti hann á að vextir hefðu lækkað. En á móti sýndi sig að mikið væri að draga úr útlánum banka til útlánakaupa. Þannig hefði orðið 4% samdráttur í útlánum banka í ár, eftir 11% aukningu árið á undan.

Eðlilegt að leita jafnvægis

Ólafur Sindri sagði eðlilegt að hagkerfið og fasteignamarkaðurinn leiti jafnvægis eftir mikla uppsveiflu og verðhækkanir undanfarin misseri. Mælingar sýndu að væntingar væru bjartsýnni, verðbólga hefði hjaðnað og væntingar væru nú í samræmi við markmið.

Enda þótt ferðamönnum hafi fækkað, fólki fjölgað á atvinnuleysisskrá og hagvaxtarhorfur færu lækkandi í helstu viðskiptalöndum Íslands, mætti búast við töluverðum viðsnúningi í hagvexti hér á landi strax á árinu 2020. Þá sýndu nýjustu tölur að mögulega væri fasteignamarkaðurinn að glæðast.

„Það er því engin ástæða til að örvænta,” sagði Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni