fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Síbrotamaður með dýnamít

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fertugsaldri, Íslendingur búsettur í Noregi, var þann 20. nóvember sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjölda afbrota auk þess sem gert var upptækt dýnamít sem hann var með í fórum sínum, auk fíkniefna.

Maðurinn fór inn í Gróðrastöðina Mörk í apríl árið 2017 og stal þaðan Snyder loftpressu að verðmæti 250.000 krónur. Hann stal líka verkfærakassa og leiðbeiningarbæklingi fyrir sáðvél.

Í annan stað var hann sakaður um að hafa tekið bíl traustataki og ekið honum víðsvegar uns hann missti stjórn á bílnum við Bláfjallaveg og keyrði út af.

Auk þess var hann sakfelldur fyrir að hafa ekið undir áhrifum ávanabindandi lyfja.

Ennfremur voru fíkniefni og dýnamít gerð upptæk hjá manninum.

Hann var dæmdur í 45 daga skilorðbundið fangelsi og til að borga 350.000 króna sekt í ríkissjóð. Þá var hann sviptur ökuréttindum og dæmdur til að greiða rúma milljón í málsvarnarlaun og annan sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni