fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Segir aðgengisvandamál HÍ útiloka hluta nemenda: „Furða ég mig á þessu ástandi“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Garðar Kristjánsson, nemandi í þroskaþjálfafræði í Háskóla Íslands, þykir það furðu sæta að enn séu aðgengisvandamál hjá Háskóla Íslands. Í færslu á Facebook gagnrýnir hann sérstaklega aðgengið að húsnæði HÍ í Stakkahlíð, þar sem meðal annars er kennd þroskaþjálfafræði sem og starfstengt diplómunám fyrir nemendur með þroskahamlanir.

„Þá er víst að koma árið 2020 eftir rétt rúmlega mánuð. Seinustu tvö og hálft ár hef ég verið í Háskóla Íslands og verið að læra þar þroskaþjálfafræði. Það er nú kannski ekki saga til næsta bæjar en eitt umræðuefni innan skólans hefur mér þótt frekar merkilegt síðan ég byrjaði nám mitt þar.
Þetta umræðuefni er aðgengi. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að vísa í aðgengi fólks að umhverfi sínu. Í því samhengi má t.d. nefna að ef halda ætti samkomu á þriðju hæð í lyftulausu húsi þá væri ekki aðgengi fyrir manneskju sem notar hjólastól að þessari samkomu. Að þessu dæmi er auðvitað auðveld lausn, halda samkomuna þar sem er betra aðgengi.“

Vilhjálmur bendir á að þegar komi að aðstöðu til menntunar sé enn mikilvægara að kennsla fari fram í húsnæði sem allir hafa aðgengi að.

„En hvað með réttinn til menntunar og að aðgengi sé viðeigandi fyrir alla nemendur? Háskóli Íslands hefur verið gagnrýndur áður fyrir slæmt aðgengi fyrir nemendur sem nota hjólastól eða vegna fötlunar sinnar þurfa betra umhverfi til að geta stundað nám sitt við skólann. […] Þetta umræðu efni er því ekki nýtt á nálinni. Reyndar langt þar í frá en það sem stuðar mig og fleiri snýr að byggingum Háskóla Íslands við Stakkahlíð ( gamli Kennaraháskólinn). Þessi bygging hýsir Menntavísindasvið Háskóla Íslands þar sem meðal annars er kennt Starfstengt diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun. Aðgengi í þessari byggingu er þó því miður mjög ábótavant og furða ég mig á þessu ástandi.“

Útlistar Vilhjálmur í færslu sinni ýmis aðgengistengd vandamál í Stakkahlíð, en tekur þó fram að listinn sé langt frá því að vera tæmandi.

„Hér kemur því smá listi yfir furðulega slæmt aðgengi sem nemendur þurfa að sætta sig við hjá elsta háskóla landsins.

  • Lyftur eru of þröngar. Nemendur í hjólastól hafa kvartað yfir því að komast varla fyrir í lyftunum og eiga erfitt með að ná í takkana til að komast á milli hæða. Fyrir þá sem eru með aðstoðarmanneskju með sér hefur þurft að aðstoða viðkomandi inn í lyftuna, ýta á takkann og svo hleypur aðstoðarmanneskja milli hæða til að aðstoða aftur út úr lyftunni.
  • Hurðir opnast út á við í skólastofur sem gerir aðgengi erfitt fyrir þá sem eru í hjólastól eða notast við göngugrindur.
  • Sjálfvirkar hurðir aðalinngangsins hafa verið gagnrýndar fyrir að lokast of snemma sem getur reynst þeim sem eru hægfara en aðrir mjög óþægilegt.
  • Ekki allir inn/útgangar aðgengilegir. Inngangur sem snýr að bílastæðum er að vísu með sjálfopnandi hurð og ramp en það gagnast takmarkað þar sem beittur kantur er hjá hurðinni.
  • Inngangur beint frá bílastæði bak við húsið sem kemur inn hjá matsalnum er með öllu óaðgengilegur þar sem þar eru stórar tröppur sem hindra aðgengi allra sem eru ekki vel göngufærir ásamt tveimur þungum og erfiðum hurðum.- Matsalurinn sjálfur er lítill og pakk fullur af borðum. Háma (mötuneyti Háskóla Íslands) er lítil og þröng með vörum í háum hillum sem er gerir það að verkum að ómögulegt getur reynst að komast í vörur fyrir þá sem eru fatlaðir, eða hreinlega lágvaxnir, án þess að fá aðstoð.
  • Ekkert leiðakerfi er fyrir blinda í Stakkahlíð og hvergi blindraletur.“

Vilhjálmur veltir því fyrir sér hvernig Háskóli Íslands, þrátt fyrir að gefa sig út fyrir að standa öllum opinn, komist upp með svona slæmt aðgengi.

„Í mínum huga er málið ósköp einfalt. Ef rými er þannig hannað og frágengið að það útiloki fólk þá finnst fólki það ekki vera velkomið. Háskóli er fyrir alla, hvernig væri nú að hanna umhverfið þannig að öllum finnist þeir velkomnir?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Í gær

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“