fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Íslenskir konungar á Netflix – Ólafur Darri með holdsveiki

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 30. nóvember 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensku stórleikararnir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Ólafur Darri Ólafsson hafa verið ráðnir til að fara með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Cursed á vegum streymisveitunnar Netflix. Þættirnir eru byggðir á samnefndri myndasögu eftir hinn virta Frank Miller og Tom Wheeler og tekur nýjan snúning á goðsögnina um Artúr konung. Streymisveitan hefur lýst þáttaröðinni sem nýstárlegri þroskasögu.

Þættirnir verða tíu talsins og fer Jóhannes með hlutverk ískonungsins Cumber í þremur þáttum á meðan Ólafi bregður fyrir í aðeins einum þætti sem konungi að nafni Rugen, sem sagður er holdsveikur og er lauslega byggður á Baldvini, fjórða konungi Jerúsalem.

Íslendingarnir eru á meðal góðs fólks í sjónvarpsþáttunum, en með aðalhlutverkið fer Sebastian Armesto, sem margir þekkja úr sjónvarpsseríunum Broadchurch og Poldark. Einnig fer sænski leikarinn Gustaf Skarsgård með stórt hlutverk, en hann er einn af sonum Stellans Skarsgård og bróðir þeirra Bills og Alexanders, sem hafa gert garðinn frægan á undanförnum árum. Reiknað er með að Cursed fari í loftið á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Isak sló vafasamt met
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum