Wayne Rooney, aðstoðarþjálfari Derby verður í fyrsta sinn á hliðarlínunni hjá félaginu á laugardag. Liðið tekur þá á móti QPR.
Rooney verður spilandi aðstoðarþjálfari Derby frá janúar en hann vill koma sér inn í hlutina.
Sagt er að Rooney byrji að æfa með Derby á mánudag, hann ætlar að vera í formi þegar hann getur spilað í janúar.
Rooney og fjölskylda hans vildu ekki búa lengur í Bandaríkjunum en Rooney lék með DC United í 18 mánuði.
Derby er undir stjórn Phillip Cocu en liðið situr í þrettánda sæti og verður erfitt fyrir liðið að komast í umspil um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.