Blaðamenn á Fréttablaðinu, Vísir.is, Morgunblaðinu og RÚV felldu kjarasamning Blaðamannafélagsins og SA. Niðurstöður atkvæðagreiðslu sem haldin var í dag voru að berast.
36 manns eða 24,5% sögðu já
105 eða 71,4% sögðu nei
Auðir seðlar voru 6 eða 4,1 %
Alls greiddu 147 eða 38,7% á kjörskrá atkvæði.
Fyrirsjáanlegt er að verkfallsaðgerðir á þessum fjölmiðlum hefjast að nýju á föstudaginn nema að um semjist áður.