fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Siggeir fer ófögrum orðum um jólamessuna: „Versta mögulega nýting á tíma“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, er trúlaus en hann segir það ekki trufla jólahaldið.

„Ég man eftir því að þegar ég var frekar ungur og fór að pæla í Biblíusögum fannst mér það allt svo órökrétt,“ segir Siggeir í samtali við Fréttablaðið um málið.. „Ég man sérstaklega eftir að finnast sagan um Adam og Evu mjög furðuleg, því ég vissi af því að maður ætti nú ekki að giftast skyldmennum sínum. Seinna átti svo að hafa komið syndaflóð og allir strokast út, mér fannst þetta allt svolítið skrítið.

Siggeir segist hafa verið efahyggumaður lengi en þegar hann missti fyrstu tönnina sína gerði hann tilraun til að athuga hvort tannálfurinn væri til í raun og veru. Siggeir setti tönnina undir koddann en lét mömmu sína ekki vita af því. „Það gerðist náttúrulega ekkert og þá fattaði ég að það væri eitthvað skrítið í gangi,“ segir hann.

Siggeiri finnst ekki erfitt að halda upp á jólin án þess að blanda einhverri trú inn í málið. Hann ólst upp á heimili þar sem foreldrar hans auk afa hans og ömmu voru trúuð. „Ég man til dæmis eftir því að einu sinni fór ég með afa í kirkju til að stytta biðina eftir jólum. Ég hef aldrei upplifað meiri leiðindi og steinsofnaði í kirkjunni, segir Siggeir í samtalinu við Fréttablaðið. „Svo þegar ég kom heim voru jólin ekki einu sinni komin! Ég man að mér fannst þetta versta mögulega nýting á tíma.“

Hannn segir að jólin hafi verið hefðbundin hjá sér en hann vissi að þetta tengdist allt saman Jesú, þrátt fyrir það var aldrei nein sérstök áhersla lögð á trúarlega hlutann.

„Jólin hafa alltaf verið tími til að hitta fjölskylduna. Svo eftir að ég varð sjálfur fjölskyldumaður er allur tíminn undirlagður af því að hitta vini og fjölskyldu og njóta þess að vera saman. Fyrir mér eru jólin tími ljóss og friðar, tími til að koma saman og fagna því að eiga vini og fjölskyldu sem maður getur notið samvista með og nýtt tímann í eitthvað annað en stress daglegs lífs,“

„Hva, ert þú að halda upp á jólin?“

„Ég held að jólin hjá mér séu lítið öðruvísi en hjá kristnum. Ég á gamla upptrekkta kirkju með ljósi sem spilar fallegt jólalag og stendur alltaf uppi á hillu. Hún er frá ömmu minni og er tengd æskuminningum mínum,“ segir Siggeir en hann er með hefðbundið jólatré í stofunni og skraut með Jesúbarninu. „Það er engin satanísk stjarna eða neitt svoleiðis,“ segir hann.

„Ég lendi stundum í því að fólk haldi að það hafi náð mér með því að spyrja „hva, ert þú að halda upp á jólin? Ertu ekki trúlaus?“ segir Siggeir en þá bendir hann þeim á að hátíðin sé eldri en kristnu jólin og spyr til baka af hverju þau haldi upp á heiðna hátíð. „Ég skil ekki alveg hvað fólki gengur til með svona spurningu. Það eru allir að fagna og hafa gaman en samt vill fólk eitthvað fara að pota í mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“