fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Skúli svarar fyrir sig: „Þetta er einfaldlega ekki rétt“ – Mistökin sem felldu WOW

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 11:03

Skúli Mogensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það má læra margt af vexti og falli WOW en það er mjög auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, í pistli á Facebook-síðu sinni.  Þar gerir hann nýjan lista Frjálsrar verslunar yfir 10 stærstu fyrirtæki landsins árið 2018 að umtalsvefni.

„WOW air var 10 stærsta fyrirtæki landsins 2018. Velta WOW air 2018 var USD 615m eða um 75 milljarðar króna. Miðað við nýjan lista í Frjálsri verslun yfir stærstu fyrirtæki landsins hefði WOW air átt að vera 10 stærsta fyrirtæki landsins 2018. Ævintýralegur vöxtur WOW air hefur verið gagnrýndur og því hefur verið haldið fram að rekstur WOW air hafi aldrei gengið, lág fargjöld félagsins hafi verið ósjálfbær og að WOW air hafi niðurgreitt lág fargjöld með botnlausum tap rekstri. Þetta er einfaldlega ekki rétt.“

Skúli segir að hver sem er geti flett upp í ársreikningum félagsins og þá sjáist að samanlagður hagnaður WOW air allt frá stofnun til ársbyrjun 2018 hafi verið um 1 milljarður króna. Staðreyndin sé sú að viðskiptamódel og rekstur WOW air hafi gengið mjög vel fyrstu árin sem lággjaldafélag og skilað góðri afkomu þrátt fyrir mikinn vöxt, mikla fjárfestingu í innviðum, þjálfun starfsfólks, fjárfestingum í flugflotanum, tækniþróun og alþjóðlegri markaðssetningu.

„Ég tel mikilvægt að halda þessu til streytu því hjá WOW starfaði fjöldinn allur af frábæru fólki sem á mikinn heiður skilið fyrir að hafa byggt upp WOW sem öflugt lággjaldafélag og að hafa brotið blað í íslenskri flugsögu. Þessi öflugi hópur ásamt samstafsaðilum flaug með um 2 milljónir ferðamanna til Íslands og eyddu farþegar WOW air um 380 milljörðum í innlenda neyslu á árunum 2012 til 2018 þar af um 90 milljarða bara í fyrra. Á sama tímabili voru beinar skatttekjur ríkissjóðs af farþegum WOW air um 54 milljarðar. Það munar um minna.“

Skúli kveðst vera óheyrilega stoltur af uppbyggingu WOW og af þeim jákvæðu áhrifum sem WOW – og ferðaþjónustan í heild sinni – hefur haft í endurreisn Íslands eftir hrun.

„Það má læra margt af vexti og falli WOW en það er mjög auðvelt að vera vitur eftir á. Það sem felldi félagið var í grunninn að við fjarlægðumst upprunalega stefnu félagsins og fórum af lággjaldabrautinni og tókum inn breiðþoturnar. Þetta voru grundvallar mistök sem felldu félagið en það breytir ekki þeirri staðreynd að fram að þeim tíma gekk rekstur og uppbygging WOW air vel og skilaði hagnaði þrátt fyrir öran vöxt og lág fargjöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus
Fréttir
Í gær

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins
Fréttir
Í gær

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“