fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Grunaður um gróft ofbeldi í garð eiginkonu sinnar: Hugsanlegt að maðurinn sé ekki með dvalarleyfi hér á landi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2019 19:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsrétttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem er grunaður um að hafa beitt eiginkonu sína grófu kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra. Talið er að atlagan hafi staðið yfir í margar klukkustundir en talið er að maðurinn hafi áður beitt konuna ofbeldi. Það er RÚV sem greinir frá þessu.

Konan bað fjölskyluna um að bjarga sér af heimilinu vegna eiginmannsins en lögmaður konunnar setti sig í samband við lögregluna eftir það. Þetta kom fram í greinargerð lögreglustjórans á Suðurlandi. Maðurinn er grunaður um að hafa áður ráðist á konuna.

Konan segir að maðurinn hennar hafi veist að henni þegar hún kom heim úr vinnunni. Gerði hann það með miklu ofbeldi auk þess sem hann hótaði henni lífláti, tók hana úr fötunum með ofbeldi og tók af henni símann. Hún segir manninn sinn þá hafa brotið á sér lengi með grófum og kynferðislegum hætti í svefnherbergi þeirra á heimilinu.

Maðurinn er sagður hafa látið konuna þrífa eldhúsgólfið og baðherbergið nakin á meðan hann hótaði henni ítrekað limlestingum og lífláti. Konan fór í læknisskoðun og kom þar fram að hún var með áverka víða á líkamanum.

Í frétt RÚV kemur það fram að hugsanlegt sé að maðurinn sé ekki með dvalarleyfi hér á landi en verið sé að vinna í því að afla frekari upplýsinga um það. Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald og einangrun. Hætta var talin vera á að hann gæti torveldað rannsókn málsins með því að hafa áhrif á vitni og eiginkonu sína.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Í gær

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Í gær

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu