fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

151 ökumaður á von á sekt eftir hraðakstur á Hringbraut

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brot 151 ökumanns var myndað á Hringbraut í Reykjavík frá miðvikudeginum 20. nóvember til föstudagsins 22. nóvember. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hringbraut í vesturátt, á gatnamótum við Njarðargötu.

Í frétt á vef lögreglunnar segir að á tveimur sólarhringum hafi 17.323 ökutæki farið þessa akstursleið. Því óku hlutfallslega mjög fáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 73 kílómetrar á klukkustund en þarna er 60 kílómetra hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 87 kílómetra hraða, en samkvæmt sektarreikni á vef Samgöngustofu má sá hinn sami eiga von á 50 þúsund króna sekt.

Vöktun lögreglunnar á Hringbraut er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja