fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Guðmundur: Jón þekktur fyrir fólsku – Þátturinn ekki fjarlægður af vef RÚV

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2019 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jón er þekktur að fólsku í sínum málflutningi,“ segir Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins, um Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins.

Guðmundur vísar þarna í Silfrið sem var á dagskrá RÚV í gær en þar tókust meðal annars á þeir Jón og Atli Þór Fanndal, blaðamaður og fyrrverandi ráðgjafi Pírata.

Sjá einnig: Sauð upp úr í Silfrinu: Atli afhjúpaði Jón í beinni – „Hann notaði taktík sem er kennd í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins

Jón Gunnarsson virðist ekki vera í sérstöku uppáhaldi hjá Guðmundi. Rifjar hann upp afar umdeild ummæli sem Jón lét falla um tónlistarkonuna Björk, dóttur Guðmundar, árið 2015. Velti Jón því fyrir sér hvort hún borgaði skatta á Íslandi og sagði hana „frekar daufa til augnanna á bak við grímuna“.

„T.d. fannst honum það viðeigandi þegar honum var bent á að sumir af þeim fossum sem hann hefur barist fyrir að vinir hans gætu virkjað það væri friðaðir. Þar sýndi hann sinn innri mann og málatilbúnað að það vera innlegg í umræðuna um náttúruvernd að bera það á Björk að hún væri skattsvikari og eiturlyfjaneytandi.Og það er niðurlægjandi fyrir RÚV og Egill Helgason af búið sé að fjarlægja Silfurþáttinn þar sem Jón er tekinn í bakaríið,“ segir Guðmundur í færslu sinni.

Egill, stjórnandi Silfursins, segir það hins vegar af og frá að þátturinn hafi verið fjarlægður af vef RÚV. „ Í gær varð bilun á RÚV sem varð til þess að vefurinn lá niðri um stund. Ég ætti ekki annað eftir að að fara að fjarlægja efni, og efast nú sterklega um að mér yrði leyft það!“ segir hann.

Þáttinn má sjá hér. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja