Lyfja hefur náð samkomulagi við Árbæjarapótek um kaup á rekstri apóteksins en Árbæjarapótek hefur starfað frá árinu 1971. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfju.
„Þetta eru tímamót fyrir mig en ég hef ákveðið að láta af störfum sem lyfsöluleyfishafi Árbæjarapóteks. Ég á eftir að sakna þess góða starfsfólks sem verður áfram hjá apótekinu sem og okkar viðskiptavina.“ segir Kristján Steingrímsson lyfsali í tilkynningunni.
„Árbæjarapótek er gott apótek, við hlökkum til að vinna með starfsfólkinu í Árbæ að því að veita viðskiptavinum áfram framúrskarandi þjónustu.“ segir Þórbergur Egilsson sviðsstjóri smásölu Lyfju.