fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Lögreglan leitar þriggja hrotta: „Þetta er fólskuleg áras, mjög svo,“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. nóvember 2019 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú þriggja hrotta sem réðust grimmilega að þremur dyravörðum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þeir eru sagðir hafa sparkað ítrekað í höfuð eins þeirra. Hrottarnir brutu jafnframt glas á höfði annars. Einn dyravarðanna þurfti að flytja með forgangi á slysadeild.

RÚV greinir frá þessu. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við RÚV að þetta hafi gerst þegar dyraverðir hugðust vísa mönnunum út af staðnum.

„Þeir höfðu verið með óspektir þarna innandyra og þeir veitast að þremur dyravörðum. Byrja á að slá einn niður og sparka síðan tveimur til þremur höggum í höfuðið á honum. Og síðan ráðast þeir á annan dyravörð með glasi, lemja hann í höfuðið þannig að glasið brotnar og hann fær stóran skurð á höfuðið. Síðan gera þeir þriðja dyravörðinn óvígan líka með því að slá hann niður,“ segir Guðmundur Páll og bætir við: „Jú, þetta er fólskuleg áras. Mjög svo.“

Þegar lögregla kom á vettvang voru mennirnir farnir. Lögregla leitar nú mannanna og við það notast hún við upptökur úr öryggismyndavélum, auk þess sem vitni sem náði atburðunum á mynd hefur gefið sig fram. „Já við erum að vinna í því að finna þá sem fyrst,“ segir Guðmundur Páll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Í gær

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina