fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Erlendum ferðamanni neitað að biðja kærustu sinnar í fangaklefa

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. nóvember 2019 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur óvenjuleg beiðni á dögunum, en hún lýsir sér þannig að erlendur ferðamaður leitaði til embættisins í þeirri von um að fá aðgang að fangageymslu. Ætlaði hann að biðja kærustu sinnar í geymslu á meðan á ferðalagi þeirra hér á landi stóð.

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var hugmynd ferðamannsins ekki fullmótuð, en hann vildi þó enda í fangageymslunni og biðja þar sinnar heittelskuðu. Eftir efnislega meðferð var beiðninni hafnað hjá embættinu. Lögreglan segir að um ástæður neitunarinnar þarf kannski ekki að hafa mörg orð, en aðstæður í fangageymslunni eru sjaldan eða aldrei rómantískar og starfsemin þar jafnan viðkvæm svo aðeins það sé nefnt til sögunnar.

Ekki var á ferðamanninum að skilja að hann eða kærastan ættu sér einhverja sögu sem tengdist fangageymslum almennt heldur mun hugmynd hans hafa kviknað eftir að hafa skoðað myndir frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Instagram. Eftir afgreiðslu málsins var manninum óskað alls hins besta í þeirri von að hann finndi heppilegan stað fyrir bónorðið. Hvort það tókst er ekki vitað, né heldur hvort kærastan sagði já ef hann þá bar upp bónorðið. Lögreglan vonar samt að það hafi verið raunin og að málið hafi fengið farsælan endir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“