Nóttin var fjörug og nóg um að vera í miðborginni samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skömmu eftir miðnætti barst lögreglunni um að ráðist hefði verið á mann sem hafði því næst verið neyddur til að millifæra fé á annan aðila. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.
Um klukkan eitt í nótt reyndu lögreglumenn að stöðva ökumann á mótorhjóli í Hafnarfirðinum. Þegar maðurinn hundsaði fyrirmæli lögreglu um að stöðva akstur, veitti lögreglan honum eftirför. Ökumaðurinn féll af hjólinu þegar skammt var liðið á eftirförina og hljóp þá undan lögreglumönnunum sem höfðu uppi á honum innan skamms, segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Í ljós kom að maðurinn var réttindalaus og mótorhjólið ótryggt. Hann reyndist vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna og var þá með fíkniefni á sér. Maðurinn var handtekinn á vettvangi.