Maður sem vakti samúð kunningjakonu sinnar vegna vandamála sonar síns og fékk að fara heim með henni í mat og spjall launaði samúðina með því að nauðga konunni. Í dag staðfesti Landsréttur fjögurra ára fangelsisdóm yfir manninum en ákæruvaldið hafði áfrýjað dómi í héraði og krafist þyngingu refsingar.
Í dómi héraðsdóms í málinu segir svo um málsatvik:
„Vitnið A kvaðst hafa hitt ákærða í miðbænum á þessum tíma, en þau hefðu hist einu sinni áður. Þau hefðu talað saman og ákærði hefði greint henni frá því að sonur hans væri […]. Ákærði hefði borið sig illa, grátið og sagst vera á […]. Hún hefði fundið til með honum, faðmað hann og boðið honum heim til sín til að borða og spjall a. Ekkert kynferðislegt hefði verið í gangi á milli þeirra. Er þau komu heim til hennar, að því er hún taldi upp úr klukkan 23, tóku þau að spjalla og drekka bjór og allt hefði verið í góðu, eins og hún bar. Spurð um ölvunarástand beggja kvað hún það hafaverið „í fínu lagi“ þótt bæði hefðu verið undir áhrifum áfengis og amfetamíns, sem hún neytti einu sinni en ákærði oftar. Hún lýsti því að ákærði hefði stöðugt sagt við hana hvað hún væri falleg og að hann langaði til að kyssa hana. Hún hefði sagt honum að þetta væri óviðeigandi þar sem þau væru á heimili hennar og kærasta hennar. Þetta hefði haldið áfram um stund. Er leið á nóttina hefði hún teygt sig í ísskápinn og stutt sig við gólfið og ákærði þá verið kominn fast upp við hana og ýtt við henni þannig að hún datt í gólfið. Þá hefði hann setið yfir henni og horft á hana. Hún hefði reynt að segja honum að gera ekki neitt og þau skyldu ekki fara út í eitthvert rugl. Þá hefði komið geðveiki í andlit ákærða, sem hefði komið yfir hana og haldið henni fastri niðri og rennt frá buxum sínum. Hún hefði þá áttað sig á því að eitthvað væri í gangi og sagt honum að hætta, sem hann hefði ekki gert heldur haldið áfram og haldið henni fastri niðri og tekið buxur hennar niður með annarri hendinni. Eftir þetta hefði hann stungið limnum inn í leggöng hennar meðan hann hélt henni niðri. Hún átti sig ekki á því hversu lengi þetta stóð yfir. Aðspurð kvað hún ákærða ekki hafa sett fingur í leggöng hennar, eins og lýst er í ákærunni. Hún kvað ákærða í þessari atburðarás hafa reynt að taka um munn hennar en hún mundi ekki hvort honum tókst það. Hún kvaðst hafa verið með áverka á hálsi, en hún muni ekki beint eftir hálstaki frá ákærða. Hún hefði reynt að ýta honum af sér, klórað hann og öskrað en ekkert hefði gengið. Það sem fram fór hefði ekki verið að hennar vilja. Hún hafi frá upphafi gefið ákærða það skýrt til kynna og hann ekki haft neina ástæðu til að ætla annað. Eftir stutta stund hefði hún frosið og stuttu síðar hafi þetta verið búið. Hún taldi hafa verið komið undir morgun er þessi atburður gerðist. Eftir þetta hefði ákærði staðið á fætur og horft á hana og sagt við hana „sérðu hvað þú lést mig gera, þú áttir ekki að vera að ögra mér svona“.“