fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Hrafn slátrar Miðflokknum en segir fólkið elska hann: „Mmmm, gefðu mér aðra skeið af kjaftæði Sigmundur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2019 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafn Jónsson kvikmyndagerðarmaður var meðal vinsælustu pistlahöfunda Íslands en í seinni tíð hefur pistlum frá honum fækkað talsvert. Á Facebook birtir hann þó öðru hvoru pistil en í dag tekur hann fyrir velgengni Miðflokksins í skoðanakönnunum. Af pistli hans að dæma þá er Sjálfstæðisflokkurinn í vanda.

Hann segir að Miðflokkurinn sé að verða hinn nýi Sjálfstæðisflokkur. „Það er bara eins og fúnaða véfréttin úr Hádegismóum hafði spáð fyrir um: Miðflokkurinn er nýi Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er búinn að sjúga til sín allt popúlíska lausafylgið – alla hversdagsrasistana, loftslagsafneitunarsinnana og furðulegasta hópinn sem hræðist ekkert meira en einhverskonar yfirtöku „menntaelítunnar“ á samfélaginu,“ segir Hrafn.

Hann segir það kaldhæðnislegt að Sigmundur Davíð biðji um reynslusögur af „bákninu“. „Nú er Sigmundur Davíð líka orðinn yfirlýstur andstæðingur „báknsins“, þessa yfirþyrmandi opinbera yfirvalds sem heldur okkur öllum í heljargreipum sínum – sem er auðvitað smá fyndið komandi frá manni sem skapaði 72 milljarða króna ríkisútgjaldapakka í Leiðréttingunni sem fór að mestu í vasa fólks sem þurfti ekki á peningunum að halda. Manninum sem kostaði skattgreiðendur yfir 40 milljónir fyrr á árinu með fullkomlega tilgangslausu málþófi,“ segir Hrafn.

Hann segir að lokum að þetta setji Sjálfstæðisflokkinn í vanda, því áherslur Miðflokksins virki. „En fólk elskar þetta, dýrkar þetta. Mmmm, gefðu mér aðra skeið af kjaftæði Sigmundur, ljúgðu beint upp í munninn á mér. Það verður gaman að sjá hvaða léttrasíska, yfirborðskennda mökunardans Sjálfstæðisflokkurinn þarf núna að dansa til að lokka þetta fólk aftur heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni
Fréttir
Í gær

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði