Laust eftir kl. 14:00 í dag varð umferðarslys á Miðhúsabraut við Þórunnarstræti á Akureyri. Þar var ekið á hjólreiðamann og var hann fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Ekki er frekar vitað um ástand hins slasaða.
Einhver röskun gæti orðið á umferð í nágrenni vettvangs þar sem unnið er að frekari rannsókn málsins og eru vegfarendur beðnir að taka tillit til þess, segir í tilkynningu frá lögreglu.