Ákveðið hefur verið að kyrrsetja risatogarann Heinesta í Namibíu. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV. Skipstjóri togarans, Arngrímur Brynjólfsson, var handtekinn í gær og leiddur fyrir dómara. Hann neitaði í yfirlýsingu sem hann birti að hafa stundað ólöglegar veiðar. Segir hann það hafa komið sér á óvart að vera sakaður um að hafa siglt inn á lokað svæði.
Talið er að togarinn hafi verið kyrrsettur til að hægt sé að leita í honum.