fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Fleiri innbrot en færri ofbeldisbrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 17:35

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skráð voru 852 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í október og fækkaði þessum brotum nokkuð á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir október 2019.

Skráðum innbrotum fjölgaði á milli mánaða en þar af var mesta fjölgunin á skráðum innbrotum í fyrirtæki og stofnanir. Þá hefur skráðum innbrotum í ökutæki fækkað um rúm 25% á milli mánaða.

Skráðum fíkniefnabrotum fjölgaði á milli mánaða. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgað töluvert á milli mánaða líkt og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur.

Í október voru skráð 1.018 umferðarlagabrot (að hraðamyndavélum undanskildum). Á milli mánaða fjölgaði umferðalagabrotum um tæp 15%. Rétt er að taka fram að skráð umferðarlagabrot voru innan útreiknaðra marka fyrir síðustu 12 mánuði á undan.

Skráðum ofbeldisbrotum fækkaði töluvert á milli mánaða og á fækkunin við um bæði minniháttar og meiriháttar líkamsárásir. Það sem af er ári hafa borist um sex prósent færri tilkynningar um ofbeldisbrot en bárust að meðaltali á sama tímabili sl. þrjú ár á undan.

Sjá skýrsluna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram