fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Stal fartölvu af Landspítalanum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega fertugan karlmann í 60 daga fangelsi fyrir nokkur brot. Hann var meðal annars ákærður fyrir gripdeild með því að hafa sumarið 2018 tekið peninga úr sjóðsvél Vinnufatabúðarinnar við Laugaveg. Um óverulega upphæð var að ræða, rúmar þrjú þúsund krónur.

Þá var hann ákærður fyrir að stela fartölu að óþekktu verðmæti úr skoðunarherbergi 3 á gönugudeild Landspítalans að Háaleitisbraut í september í fyrra. Hann var einnig ákærður fyrir þjófnað í tvö skipti úr verslun Hagkaups, annars vegar á matvöru fyrir rúmar tíu þúsund krónur og hins vegar á rakspíra að verðmæti 14 þúsund krónur.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi en hann á sakaferil að baki. Árið 2013 var hann dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir auðgunarbrot. Dómari leit til þess við ákvörðun refsingar að um minniháttar verðmæti var að ræða, hann játaði brot sín skýlaust og hefur þar að auki farið í meðferð við vímuefnavanda og sækir nú eftirmeðferðir í því skyni að breyta lífsháttum sínum.

Hæfileg refsing þótti því 60 dagar í fangelsi en með hliðsjón af sakaferli mannsins þótti ekki fært að skilorðsbinda refsinguna. Auk þess var manninum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, tæpar 190 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Í gær

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
Fréttir
Í gær

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug