fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Karl Gauti hugsi yfir sjálfsfróun drengja: „Brenglaðar hugmyndir um hvernig á að nálgast hitt kynið“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 21:00

Karl Gauti Hjaltason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Gauti Hjartarson, þingmaður Miðflokksins tjáði sig um stöðu drengja í Síðdegisútvarpinu á Bylgjunni í dag, en hann virðist hafa áhyggjur af málinu.

„Drengir virðast eiga undir högg að sækja, eða allavega yngri hluti karlmanna,“ sagði Karl og benti á skólakerfið sem dæmi.

„Þeir falla frekar úr framhaldsskólum, heldur en stúlkur, þannig þeir virðast ekki finna sig.“

Karl sagði að margar ástæður væru fyrir þessu og nefndi sem dæmi muninn á milli karla og kvenna, sem hann sagði að væri raunveruleikinn í langflestum tilfellum. Sem dæmi hélt hann því fram að stelpur væru rólegri en strákar, sem hefðu þó meiri athafnaþrá.

Einnig nefndi Karl Gauti að talsvert meira væri um kvenkennara sem ylli því að drengirnir hefðu færri fyrirmyndir.

„Drengir alast upp við þetta áratugum saman, að hafa enga karlmennskuímynd, eða fyrirmynd, heldur hafa þeir konurnar.“

Karl minntist einnig á klámnotkun drengja, sem hann hefur miklar áhyggjur af.

„Aðgangur að klámi, sem auðvitað með tilkomu Internetsins er orðinn barnaleikur einn, fyrir krakka sem eru jafnvel mjög ungir.“

Karl Gauti sagði að tvímælalaust eitraði klámið karlmennskuímyndir drengjanna.

„Þarna sjá drengir verstu hliðar kynlífsins og ganga svo út í samfélagið með brenglaðar hugmyndir um hvernig á að nálgast hitt kynið,“

Spurður um mögulegar úrlausnir svaraði Karl að það væri á ábyrgð foreldra að kann hvað börnin eru að skoða.

Karl minntist einnig á tölvuleiki sem hann sagði að gætu einangrað og stuðlað að óheilbrigðu líferni, þá sérstaklega hjá drengjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann