Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir að sveitafélög verða bregðast við húsnæðisskorti á höfuðborgarsvæðinu. Margar barnafjölskyldur eru á biðlista eftir húsnæði og setur Þorsteinn meðal annars horninn í Airbnb. Þorsteinn segir í samtali við RÚV:
„Það er ekkert sjálfsagt að slík starfsemi spretti upp algjörlega stjórnlaust og án aðkomu sveitarfélaganna sem fara með skipulagsvaldið. Ég að sveitarfélögin ættu að horfa þarna betur til þess hvernig megi mögulega reisa skorður við frekari vexti í þessari starfsemi meðan húsnæðisskorturinn er svona mikill.“
Össur Skarphéðinsson er á öðru máli og kveðst „því miður“ ekki hafa gist í íbúð Airbnb. Segir Össur á Fésbók að tækniframfarir og deilihagkerfið hafi skapað venjulegu fólki nýtt frelsi – sem hinir efnameiri nutu eingöngu áður.
Airbnb og lággjaldaflugfélögin hafa þannig búið til nýtt og afar mikilvægt ferðafrelsi sem ósköp venjulegt fólk naut ekki áður. Venjuleg fjölskylda eins og við á Vestó getur í dag farið mjög víða um heiminn án þess að sligast fjárhagslega,
segir Össur og bætir við að um sé að ræða mikilvæga viðbót við lífsgæði:
Menn geta haft allar skoðanir á Airbnb og áhrifum þess á húsnæðisverð í stórborgum. Ég held h.v. að Þorsteinn Víglundsson – sem ég hef vaxandi mætur á sem ráðherra – sé að veifa röngu tréi þegar hann tengir Airbnb við skort á félagslegu húsnæði í Reykjavik eins og mátti skilja af fréttum dagsins,“ segir Össsur og bætir við að lokum: „Hann og borgarstjórn Reykjavíkur geta auðveldlega leyst þau – og til þess voru þau kosin.