fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Flokkur fólksins stærri en Viðreisn og Björt framtíð

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.

Flokkur fólksins mælist með meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð. Mælist Flokkur fólksins með 6,1% fylgi á meðan Viðreisn mælist með 4,7% fylgi og Björt framtíð með 2,4% fylgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Hvorugur stjórnarflokkurinn næði manni inn á þing ef kosið yrði í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi íslenskra flokka. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 29,3% sem er eins prósentustiga aukning frá síðustu könnun MMR. Fylgi Vinstri grænna lækkaði milli mælinga og mælist nú 20,4% en fylgi Pírata stendur í stað í 13,3%. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,6% en  mældist 9,1% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins dalar örlítið, mældist nú 9,6% en mældist 10,2% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist 3,6% samanlagt. Flokkur fólksins er hástökkvari könnunarinnar, mælist flokkurinn nú með 6,1%  fylgi en mældist með 2,8% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar dregst saman milli kannanna, í síðustu könnun mældist fylgi Viðreisnar 5,3% en 4,7% nú. Fylgi Bjartrar framtíðar mælist nú 2,4% og mældist 3,3% í síðustu könnun. Þrátt fyrir dalandi fylgi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar styðja fleiri ríkisstjórnina nú en í síðustu könnun. Kváðust 34,1% styðja ríkisstjórnina samanborið við 33,9% í síðustu könnun.

Könnunin var gerð dagana 18. til 21. júlí 2017, spurðir voru 909 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið