Inga Sæland formaður Flokks fólksins verður oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á næsta ári. Inga staðfesti þetta við Vísi í dag.
Flokkur fólksins hefur sótt fram í könnunum og mælist nú með 6,1% fylgi í nýrri könnun MMR sem birt var í dag, er það meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð sem næðu þar með ekki inn manni á þing ef kosið yrði í dag.
Sjá frétt: Flokkur fólksins stærri en Viðreisn og Björt framtíð
Nýverið hélt Flokkur fólksins fund í Háskólabíó sem fylltist af fólki.
Sjá frétt: Inga Sæland fyllti nánast Háskólabíó
Segir Inga að fjöldinn sem mætti á fundinn sem og könnunin í dag sýni að flokkurinn sé að ná hljómgrunni meðal landsmanna:
Það sjá það allir. Gríðarlega vaxandi ójöfnuður og margir sem berjast í bökkum í þessu yfirlýsta allsnægtarástandi. Og margir búnir að fá nóg,“
segir Inga í samtali við Vísi. Hún segist ekki vera byrjuð að máta sig við þingmannastólinn en að flokkurinn ætli fram í Reykjavíkurborg með hana sem oddvita:
Ég er að bjóða mig fram sem oddviti í Flokki fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Við ætlum fram í sveitarstjórnarkosningum. Og ég verð í borginni.