fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Dagný var rekin úr Húsasmiðjunni eftir að hafa kvartað undan einelti: „Ég mun leita réttar míns“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. nóvember 2019 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagný Maya Helgadóttir er 19 ára gömul kona á Akranesi sem missti starf sitt hjá Húsasmiðjunni í haust í kjölfar kvartana hennar yfir framkomu annars starfsmanns í hennar garð. Dagný starfaði í timburdeild Húsasmiðjunnar á Akranesi.

Dagnýju barst uppsagnarbréf þann 30. október og var ekki gefin upp ástæða uppsagnarinnar í því. Óskaði hún þá eftir skriflegir ástæðu fyrir uppsögninni sem hún fékk og var þá ástæðan tilgreind skipulagsbreytingar og fækkun á starfsfólki. Dagný segir hins vegar að auglýst hafi verið eftir starfsfólki í lagnadeildina sem hún leysti af í eftir uppsögn hennar.

Í ofanálag segir Dagný að Húsasmiðjan hafi reynt að minnka uppsagnarfrest hennar úr lögbundnum þremur mánuðum niður í einn mánuð. Eftir að verkalýðsfélagið hafði tala við Húsasmiðjuna vegna málsins var viðurkennt að Dagný ætti í raun inni þriggja mánaða uppsagnarfrest.

Húsasmiðjan neitar því að uppsögn Dagnýjar hafi eitthvað haft með að gera að hún kvartaði þráfaldlega undan starfsmanni. Staðhæfir Húsasmiðjan að hagræðing og fækkun starfa hafi valdið ákvörðuninni. Dagnýju var sagt að hún þyrfti ekki að vinna út uppsagnarfrestinn sem hún fær greiddan.

„Ég hóf störf hjá Húsasmiðjunni á Akranesi þann 12. júlí og var ráðin í timburdeildina. Ég var hins vegar bara einn dag þar og var látin leysa af í öðrum deildum. Ég og mamma lögðum inn kvörtun út af starfsmanninum þann 5. september en 9. september skrifaði ég undir fastráðningarsamning. Þeir segja að búið hafi verið að ákveða uppsögnina áður en ég bar fram kvörtunina. Ef svo er af hverju fékk ég þá fastráðningarsamninginn eftir kvörtunina? Það er ekki samræmi í þessu,“ segir Dagný í viðtali við DV og er mjög ósátt við framgöngu Húsamiðjunnar:

„Manni líður aldrei vel þegar komið er svona fram við mann og brotið sé á rétti manns. Ég mun leita réttar míns og hafa margir sýnt þessu máli áhuga og finn ég fyrir miklum stuðningi,“ segir Dagný sem er í atvinnuleit.

Áður en henni var sagt upp 22.  október hafði hún ítrekað fengið kvartanir sínar yfir starfsmanninum og leitað til mannauðsstjóra vegna málsins í fylgd móður sinnar.

Dagný birtir færslu um málið á Facebook-síðu sinni og skjáskot af uppsagnarbréfinu. Segir hún að fyrrverandi starfsmaður Húsasmiðjunnar á Akranesi hafi haft samband við sig eftir það og haft sömu sögu að segja um einelti á vinnustaðnum.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Í gær

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur