Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus og Portúgals, lék með landsliði sínu gegn Litháen í vikunni.
Ronaldo átti frábæran leik fyrir Portúgal en hann skoraði þrennu í öruggum sigri.
Í miðjum leik þá ákvað einn stuðningsmaður að hlaupa inn á völlinn og vildi fá sjálfsmynd með Ronaldo.
Í stað þess að reka manninn burt þá tók Ronaldo vel í það og stillti sér fyrir framan myndavélina.
Stuðningsmaðurinn var svo hæstánægður að hann yfirgaf völlinn grátandi.
Þetta má sjá hér.