fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Augljóst að íslenskir stjórnmálamenn þiggja mútur: „Sjúkleg afneitun og meðvirkni“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. nóvember 2019 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, segir að Íslendingar verði einfaldlega að horfast í augu við að íslenskir stjórnmálamenn þiggja mútur. Hann segir hvað þetta varðar sé engin munur á Íslendingum og útlendingum.

Gunnar Smári telur rót afneitunarinnar vera meðal annars þjóðerniskennd Íslendinga. „Ef fólk afneitar mútum af einhverri misskilinni þjóðerniskennd (nei, guð, við erum ekki svo slæm, Ísland er ekki Mozambique) þá getur það ekki skilið hvernig íslenskt samfélag virkar. Þegar fólk hættir þessari afneitun og viðurkennir að Íslendingar eru engu betri en aðrir (viðurkennir það sem er augljóst) þá raknar íslensks samfélag upp og augljóst verður hvers vegna stjórnmálafólkið, sem við kjósum til að gæta hagsmuna okkar, og embættismennirnir, sem eru ráðnir til að verja okkar hagsmuni, hegða sér eins og þau séu ekki í vinnu hjá okkur heldur örfáum ógeðslega ríkum fjölskyldum; fjölskyldum sem hafa auðgast af aðgengi að okkar auðlindum og borga fyrir það kúk og kanil,“ segir Gunnar Smári.

Hann segir að þetta verði að muna í ljósi þess sem eitt stærsta fyrirtæki Íslands er gómað við að múta. „Sjálfstæðisflokkur, VG, Framsókn, Miðflokkur og meira að segja þingmenn úr öðrum flokkum keppast nú við að sannfæra þjóðina að engir angar Samherja-málsins liggi til Íslands, að málið sé í farvegi réttra aðila (saksóknara og skattrannsóknarstjóra) og að á því sé engin pólitískt hlið, engin ástæða til að meta íslenskar aðstæður upp á nýtt út frá því að komið hefur í ljós að öflugasta fyrirtækið á Íslandi mútar stjórnmálamönnum og er augljóslega vant því, það er hluti af meginstarfsemi þess,“ segir Gunnar Smári.

Hann segir að það sé einfaldlega staðreynd að mútur hafi tíðkast á Íslandi. „Bankarnir mútuðu stjórnmálafólki, embættismönnum og áhrifafólki árin fyrir Hrun. Það kom fram í rannsóknarskýrslu almennings. Það er skjalfest að lykilfólk í kerfinu á Íslandi þiggur mútur. Það kom fram í Panamaskjölunum að íslenskt stjórnmálafólk á og notar reikninga á aflandseyjum. Það kom fram í Samherjaskjölunum að öflugasta fyrirtækið á Íslandi, það sem beitt hefur sér harðast til að hafa áhrif á stefnu samfélagsins, mútar stjórnmálafólki og telur sig svo ósnertanlegt að starfsmenn þess senda upplýsingar um þetta síná milli í tölvuskeytum,“ segir Gunnar Smári.

Hann segir að eitt leiðir af öðru. „Við höfum því þetta í höndunum: 1. Íslenskt stjórnmálafólk og embættisfólk þiggur mútur. 2. Íslenskt stjórnmálafólk á reikninga í aflöndum til að fela fé. 3. Öflugasta kvótafyrirtækið mútar stjórnmálamönnum. 4. Kvóti á Íslandsmiðum er afhentur örfáum gegn leigu sem er aðeins brotabrot af markaðsverði,“ segir Gunnar Smári.

Hann segir að fyrsta skrefið í að uppræta þetta sé að viðurkenna vandamálið. „Þau sem leggja þetta saman og fá út að íslenska stjórnmálakerfið gangi ekki fyrir mútum frá hinum auðugu og valdamiklu eru haldinn sjúklegri afneitun og meðvirkni, ættu að stíga út úr umræðunni og leita faglegrar meðferðar og aðhlynningar. Við hin verðum að bregðast við. Það er ekki hægt að byggja upp gott samfélag þegar þeim sem treyst er til þess eru ekki að vinna fyrir almenning heldur eru á launaskrá í földum skúffum hjá þeim sem eru að ræna þetta samfélag að innan.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi