Það verða engir Þjóðverjar á vellinum þann 28. nóvember er Arsenal spilar við Frankfurt í Evrópudeildinni.
Frankfurt kemur í heimsókn á Emirates völlinn en engir stuðningsmenn liðsins mega mæta.
UEFA hefur refsað þýska félaginu fyrir hegðun stuðningsmanna gegn Vitoria frá Portúgal þann 3. október.
Frankfurt reyndi að áfrýja þessari ákæru UEFA en það skilaði sér ekki og stendur bannið.
Það sama var upp á teningnum í síðasta leik gegn Standard Liege en þar mættu engir gestir á völlinn.