fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fréttir

Mynd dagsins: Samherji hefur „ekkert að fela“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherjamálið svokallaða hefur vakið gífurlega athygli í kjölfar umfjöllunar Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi.

Mynd dagsins er því að sjálfsögðu tengd þessu Samherjamáli. Á myndinni má sjá Þorstein Má, forstjóra Samherja, og frænda hans, Kristján Vilhelmsson, standandi við hliðina á auglýsingu frá Samherja. Textinn á þessari auglýsingu er ansi óheppilegur miðað við atburði líðandi stundar. Á auglýsingunni stendur „Nothing to Hide“ eða „Ekkert að fela“ sem verður að teljast í mótsögn við þær upplýsingar sem komu fram í gærkvöldi.

Samherji hefur „ekkert að fela“

Samherjamálið snýst um að Samherji greiddi embættismönnum og stjórnmálamönnum í Namibíu mörg hundruð milljónir króna í mútur til að komast yfir fiskveiðikvóta við strendur landsins. Samherji mun hafa veitt hestamakríl að verðmæti um 55 milljarða króna við strendur Namibíu. Einnig er Samherji vændur um að hafa komið tekjunum af þessum veiðum í skattaskjól.

„Þetta er bara glæpastarfsemi, þetta er bara skipulögð glæpastarfsemi. Þeir eru að græða á auðlindum landsins, taka allan pening út úr landi til þess að fjárfesta annarstaðar, þá í Evrópu eða Bandaríkjunum,” segir Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja sem sjálfur viðurkennir að hafa framið lögbrot í starfi hjá fyrirtækinu. Þetta kom fram í þættinum Kveikur um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Slapp við að greiða dagsektir vegna mistaka MAST

Slapp við að greiða dagsektir vegna mistaka MAST
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Manni sem grunaður er um brot gegn barni í heimahúsi sleppt lausum

Manni sem grunaður er um brot gegn barni í heimahúsi sleppt lausum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skelfileg hópárás á Austurvelli fyrir dóm – Sjö réðust á einn

Skelfileg hópárás á Austurvelli fyrir dóm – Sjö réðust á einn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Valdimar Örn ósáttur við utanvegaakstur – „Kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum”

Valdimar Örn ósáttur við utanvegaakstur – „Kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum”
Fréttir
Í gær

Þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðu um málaflokkinn „svolítið eins og að slást við loft, baráttan er svo óáþreifanleg“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðu um málaflokkinn „svolítið eins og að slást við loft, baráttan er svo óáþreifanleg“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi segir líklega best að kljúfa Reykjanesbæ – Mikil óánægja vegna þrákelkni félags í eigu ríkisins

Bæjarfulltrúi segir líklega best að kljúfa Reykjanesbæ – Mikil óánægja vegna þrákelkni félags í eigu ríkisins